Fótbolti

Platini verður forseti UEFA næstu fjögur árin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michel Platini.
Michel Platini. Mynd/AP
Frakkinn Michel Platini verður endurkjörin forseti UEFA eftir að ljóst varð að hann verður einn í kjöri á næsta ári. Fresturinn til að bjóða sig fram rann út í dag.

Michel Platini hefur verið forseti síðan janúar 2007 þegar hann vann Svíann

Lennart Johansson naumlega með 27 atkvæðum gegn 23. Johansson hafði þá verið forseti UEFA í sextán ár.

Platini lagði fótboltaskónna á hilluna árið 1987 og var því orðinn forseti evrópska knattspyrnusambandins innan við tuttugu árum eftir að hann spilaði sinn síðasta leik aðeins 32 ára gamall.

Annað kjörtímabil Platini mun formlega hefjast eftir UEFA-þingið í París 22. mars næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×