Fótbolti

Ajax sló AZ Alkmaar út úr hollenska bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Miralem Sulejmani.
Miralem Sulejmani. Mynd/Nordic Photos/Getty
Ajax Amsterdam vann 1-0 sigur á AZ Alkmaar í sextán liða úrslitum hollenska bikarsins í kvöld og hefndi þar með fyrir 2-0 tap á móti AZ í deildarleik liðanna á dögunum. Kolbeinn skoraði annað marka AZ í deildarsigrinum en fékk samt aðeins að spila í 17 mínútur í kvöld.

Serbinn Miralem Sulejmani tryggði Ajax sæti í átta liða úrslitunum þegar hann skoraði eina mark leiksins tveimur mínútum fyrir leikslok.

Kolbeinn kom inn á sem varamaður á 73. mínútu eða aðeins mínútu eftir að Pontus Wernbloom, fékk að líta rauða spjaldið. Kolbeinn fékk gula spjaldið á lokamínútu leiksins. Jóhann Berg Guðmundsson kom ekki við sögu í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×