Enski boltinn

Giggs: Skórinn lenti við annað augað á Beckham

Elvar Geir Magnússon skrifar
David Beckham og Ryan Giggs mótherjar í landsleik á sínum tíma.
David Beckham og Ryan Giggs mótherjar í landsleik á sínum tíma.

Ryan Giggs, goðsögnin hjá Manchester United, tjáir sig í viðtali um skósparkið fræga sem átti sér stað fyrir nokkrum árum. Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri United, var þá bandbrjálaður í búningsherberginu og sparkaði í skó sem hafnaði í andlitinu á David Beckham.

„Ég og Beckham vorum hlið við hlið þegar atvikið átti sér stað. Skórinn flaug rétt framhjá mér. Þetta var ótrúlegt. Alveg ótrúlegt. Þú gætir ekki leikið þetta eftir þó þú myndir gera milljón tilraunir," segir Giggs.

„Skórinn flaug í Becks og lenti rétt við annað augað á honum. Svo mikið hefur verið gert úr þessu atviki. Fótboltamenn hafa orðið vitni að öllu mögulegu og ómögulegu í búningsklefanum. Ég hef séð knattspyrnustjóra og leikmenn rífast, leikmenn slást, knattspyrnustjóra slást, allt saman."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×