Fótbolti

Henry: Kannski verð ég vatnsberi hjá Arsenal

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Thierry Henry í leik með Arsenal.
Thierry Henry í leik með Arsenal.
Franski sóknarmaðurinn Thierry Henry segist vilja koma aftur til Arsenal þegar að ævintýri hans lýkur í Bandaríkjunum en Henry samdi við lið New York Red Bulls á dögunum.

Þessi 32 ára gamli leikmaður lék með Arsenal í átta ár, sigraði úrvalsdeildina tvisvar og FA Cup þrisvar áður en hann fór til Barcelona árið 2007.

Þó svo að Henry sé nýbúinn að skrifa undir samning hjá New York Red Bulls þá er hugur hans stilltur á að snúa aftur á Emirates þegar að ferill hans tekur enda.

„Ég veit ekki hvað ég geri þegar að ég hætti að spila fótbolta en mig langar að fara aftur til Arsenal. Núna er ég kominn hingað til New York Red Bulls og vill vinna titla. Þegar að því er lokið þá tek ég ákvörðun um framhaldið," segir Henry í viðtali við The Sun.

„Sama hvað það verður þá langar mig að fara aftur til Arsenal. Kannski verð ég vatnsberi hjá liðinu, ég bara elska félagið," bætti Henry við.

Henry sem var kominn með fyrirliðabandið á sínum tíma fór frá Arsenal árið 2007 til Barcelona en sögusagnir um Cesc Fabregas, núverandi fyrirliða liðsins, virðast engan endi ætla að taka. Henry segir best fyrir Fabregas að vera um kyrrt í London.

„Þetta er erfitt fyrir hann því hann er uppalinn hjá Barcelona. Ég myndi ekki vilja vera í þessari stöðu þar sem að hann er þaðan og svo elskar hann líka Arsenal."

„Sem stuðningsmaður Arsenal vill ég að hann verði um kyrrt en myndi skilja hann vel ef að hann endaði með því að fara aftur heim til Barcelona," sagði Henry.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×