Enski boltinn

Tevez er að slá sér upp með óþekktri ljósku

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tevez hefur sést með mörgum konum síðan hann skildi.
Tevez hefur sést með mörgum konum síðan hann skildi.

Svo gæti farið að Carlos Tevez sé til í að búa áfram á Englandi því hann er farinn að slá sér upp með lögulegri ljósku sem breskir fjölmiðlar hafa ekki enn borið kennsl á.

Parið var afar ástleitið er það tók lestina frá Manchester til London. Einhverjir farþegar spurðu Tevez að því hvort hann væri að fara að hitta forráðamenn Chelsea en hann neitaði því.

Tevez skildi við eiginkonu sína, Vanessu, í mars síðastliðnum. Hún flutti í kjölfarið til Argentínu með börn þeirra sem Tevez hefur saknað mikið síðan.

Leikmaðurinn bað um að verða seldur frá Man. City á dögunum en hver veit nema lögulega ljóskan sannfæri hann um að vera áfram á Bretlandseyjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×