Fótbolti

Hagi tekur við af Rijkaard

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hagi í leik með Galatasaray á sínum tíma.
Hagi í leik með Galatasaray á sínum tíma.

Rúmenska goðsögnin Gheorghe Hagi er orðinn aðalþjálfari hjá tyrkneska liðinu Galatasaray. Hagi tekur við starfinu af Frank Rijkaard sem var rekinn.

Félagið vildi fyrst fá Fatih Terim, fyrrum landsliðsþjálfara Tyrklands, en hann hafnaði starfinu. Þá snéri félagið sér að að Hagi.

Hagi lék með liðinu á sínum tíma við góðan orðstír. Hann varð fjórum sinnum deildarmeistari með liðinu, vann bikarinn tvisvar og einnig UEFA-bikarinn.

Hann þjálfaði liðið einnig tímabilið 2004-05 og náði á því tímabili að gera liðið að bikarmeisturum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×