Fótbolti

Bjarni skoraði fyrir Mechelen

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bjarni, fyrir miðju, er fyrirliði íslenska U-21 landsliðsins.
Bjarni, fyrir miðju, er fyrirliði íslenska U-21 landsliðsins.

Bjarni Þór Viðarsson skoraði í kvöld sitt fyrsta mark fyrir belgíska úrvalsdeildarfélagið KV Mechelen er liðið vann 7-0 stórsigur á RC Waregem í bikarnum.

Bjarni kom inn á sem varamaður og skoraði fjórða mark leiksins. Hann hefur fá tækifæri fengið í byrjunarliði Mechelen í haust en hann kom til liðsins nú í sumar.

Mechelen er í fimmta sæti belgísku úrvalsdeildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði Genk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×