Enski boltinn

Phillips kom inn af bekknum og afgreiddi Úlfana

Ómar Þorgeirsson skrifar
Kevin Philllips.
Kevin Philllips. Nordic photos/AFP

Birmingham hélt uppteknum hætti í ensku úrvalsdeildinni með 2-1 sigri gegn Wolves á St Andrews-leikvanginum þar sem Kevin Phillips reyndist vera hetja heimamanna.

Nýliðar Wolves tóku forystu í leiknum með marki framherjans Kevin Doyle í lok fyrri hálfleiks.

Heimamenn Birmingham sóttu svo stíft til þess að jafna leikinn og sóknarþunginn bar árangur þegar á 80. mínútu þegar markvarðahrellirinn gamalreyndi Phillips jafnaði metin en hann hafði skömmu áður komið inn á sem varamaður.

Phillips var ekki hættur því hann skoraði sigurmark leiksins þegar fimm mínútur lifðu leiks og tryggði Birmingham öll stigin sem í boði voru.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×