Enski boltinn

Eiður Smári er í byrjunarliðinu hjá Tottenham í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári fær tækifæri í kvöld.
Eiður Smári fær tækifæri í kvöld. Mynd/AFP

Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Tottenham í kvöld þegar liðið mætir Wolves á útivelli í ensku úrvalsdeildinni. Þetta verður fyrsti leikur Eiðs Smára á Englandi síðan að hann kom þangað frá franska liðinu Mónakó.

Eiður Smári tekur stöðu Peter Crouch í fremstu línu og verður í sókninni ásamt Jermain Defoe. Eiður Smári var í hópnum á móti Aston Villa um síðustu helgi en kom þá ekkert við sögu. 

Harry Redknapp gerir fleiri breytingar því Younes Kaboul kemur inn fyrir Vedran Corluka, Niko Kranjcar er framarlega á miðjunni í staðinn fyrir Luka Modric og þeir Sebastien Bassong og Jermaine Jenas leysa þá Ledley King og Wilson Palacios af.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×