Daily Mail: West Ham hefði betur átt að falla í kjölfar Tevez-málsins Ómar Þorgeirsson skrifar 10. febrúar 2010 17:30 Freddie Ljungberg og Eggert Magnússon. Nordic photos/Getty Pistlahöfundurinn Martin Samuel hjá breska dagblaðinu Daily Mail fer ofan í saumana á bruðlinu í kringum rekstur enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham síðustu ár í löngum pistli í dag þar sem hann kemur víða við. Þegar David Sullivan og David Gold keyptu félagið á dögunum var upplýst að félagið skuldaði 110 milljónir punda og nýju eigendurnir gátu vart orða bundist um hversu illa væri staðið að rekstrinum og nefndu sem dæmi að leikmenn væru á alltof háum launum miðað við frammistöðuna inni á vellinum. Samuel segir að eitthvað sé ekki í lagi þegar Lundúnafélagið skuldi jafn mikið og raun beri vitni um, 110 milljónir punda og fyrrum stjórnarformaðurinn Scott Duxbury sem hætti störfum á dögunum hafi verið með 300 þúsund pund (60 milljónir kr.) í laun á ári og keyri um á Aston Martin glæiskerru. Samuel tekur einnig sem dæmi rekstur West Ham-búðarinnar sem selur treyjur og aðra merkjavöru tengda félaginu en hún skilaði litlum sem engum hagnaði á síðasta rekstrarári. Ástæðan ku meðal annars vera sú að enn eru um 26 þúsund treyjur af þeim 85 þúsund sem framleiddar voru fyrir yfirstandandi tímabil óseldar upp í hillu. Það hafi því komið nýjum eigendum félagsins heldur betur á óvart þegar í ljós kom að nú þegar hafi verið búið að leggja inn pöntun frá félaginu fyrir treyjur fyrir næsta tímabil og sú pöntun hafi jú hljóðað upp á 85 þúsund treyjur. Samuel vill meina að þetta dæmi sýni glæfraháttinn á rekstri félagsins síðustu árin í hnotskurn. Samuel vandar Eggerti Magnússyni, fyrrum stjórnarformanni West Ham, heldur ekki kveðjurnar og telur raunar að West Ham væri betur setti í dag hefði það hreinlega fallið eða verið dæmt niður um deild í kjölfar Tevez-málsins svonefnda tímabilið 2006-2007. Þá hefði Eggert ekki getað eytt um efni fram líkt og hann gerði með kaupum á leikmönnum á borð við Freddie Ljungberg og Kieron Dyer sem komu til félagsins á svimandi háum launum. Raunar telur Samuel að hinn meiðslumhrjáði Dyer, sem hefur leikið 15 leiki fyrir félagið síðan hann kom á Upton Park-leikvanginn árið 2007, muni kosta West Ham um 30 milljónir punda í heildina þegar samningur hans rennur út. Þá kveðst Samuel hafa heimildir fyrir því að Eggert hafi verið með einkaritara á tvöfalt hærri launum en það sem gengur og gerist í bransanum. Pistlahöfundur veltir að lokum fyrir sér hvort að Lundúnafélagið hafi það sem þurfi til þess að bjarga sér frá falli með jafn óreyndan mann við stjórnvölin og Gianfranco Zola er en hvað sem því líður þá hafi nýir eigendur eftir sem áður í mörg horn að líta til þess að rétta West Ham skútuna við. Hægt er að lesa grein Samuel með því að smella hér. Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Sjá meira
Pistlahöfundurinn Martin Samuel hjá breska dagblaðinu Daily Mail fer ofan í saumana á bruðlinu í kringum rekstur enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham síðustu ár í löngum pistli í dag þar sem hann kemur víða við. Þegar David Sullivan og David Gold keyptu félagið á dögunum var upplýst að félagið skuldaði 110 milljónir punda og nýju eigendurnir gátu vart orða bundist um hversu illa væri staðið að rekstrinum og nefndu sem dæmi að leikmenn væru á alltof háum launum miðað við frammistöðuna inni á vellinum. Samuel segir að eitthvað sé ekki í lagi þegar Lundúnafélagið skuldi jafn mikið og raun beri vitni um, 110 milljónir punda og fyrrum stjórnarformaðurinn Scott Duxbury sem hætti störfum á dögunum hafi verið með 300 þúsund pund (60 milljónir kr.) í laun á ári og keyri um á Aston Martin glæiskerru. Samuel tekur einnig sem dæmi rekstur West Ham-búðarinnar sem selur treyjur og aðra merkjavöru tengda félaginu en hún skilaði litlum sem engum hagnaði á síðasta rekstrarári. Ástæðan ku meðal annars vera sú að enn eru um 26 þúsund treyjur af þeim 85 þúsund sem framleiddar voru fyrir yfirstandandi tímabil óseldar upp í hillu. Það hafi því komið nýjum eigendum félagsins heldur betur á óvart þegar í ljós kom að nú þegar hafi verið búið að leggja inn pöntun frá félaginu fyrir treyjur fyrir næsta tímabil og sú pöntun hafi jú hljóðað upp á 85 þúsund treyjur. Samuel vill meina að þetta dæmi sýni glæfraháttinn á rekstri félagsins síðustu árin í hnotskurn. Samuel vandar Eggerti Magnússyni, fyrrum stjórnarformanni West Ham, heldur ekki kveðjurnar og telur raunar að West Ham væri betur setti í dag hefði það hreinlega fallið eða verið dæmt niður um deild í kjölfar Tevez-málsins svonefnda tímabilið 2006-2007. Þá hefði Eggert ekki getað eytt um efni fram líkt og hann gerði með kaupum á leikmönnum á borð við Freddie Ljungberg og Kieron Dyer sem komu til félagsins á svimandi háum launum. Raunar telur Samuel að hinn meiðslumhrjáði Dyer, sem hefur leikið 15 leiki fyrir félagið síðan hann kom á Upton Park-leikvanginn árið 2007, muni kosta West Ham um 30 milljónir punda í heildina þegar samningur hans rennur út. Þá kveðst Samuel hafa heimildir fyrir því að Eggert hafi verið með einkaritara á tvöfalt hærri launum en það sem gengur og gerist í bransanum. Pistlahöfundur veltir að lokum fyrir sér hvort að Lundúnafélagið hafi það sem þurfi til þess að bjarga sér frá falli með jafn óreyndan mann við stjórnvölin og Gianfranco Zola er en hvað sem því líður þá hafi nýir eigendur eftir sem áður í mörg horn að líta til þess að rétta West Ham skútuna við. Hægt er að lesa grein Samuel með því að smella hér.
Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Sjá meira