Enski boltinn

Abou Diaby tryggði Arsenal sigur á Liverpool - jafntefli hjá United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Abou Diaby fagnar sigurmarki sínu.
Abou Diaby fagnar sigurmarki sínu. Mynd/AFP
Abou Diaby tryggði Arsenal 1-0 sigur á Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og hélt smá lífi í titilvonum Arsenal-liðsins. Liverpool er samt ennþá í fjórða sæti deildarinnar þar sem að Tottenham tapaði óvænt fyrir Wolves.

Manchester United náði aðeins 1-1 jafntefli á móti Aston Villa eftir að hafa lent marki undir og spilað manni færri síðasta klukktímann í leiknum. Carlos Cuellar kom Aston Villa yfir en United jafnaði með tíunda sjálfsmarki andstæðinga þeirra í vetur.Nani fékk síðan að líta rauða spjaldið á 29. mínútu.

Sigurmark Abou Diaby fyrir Arsenal á móti Liverpool var eina mark leiksins og kom á 72. mínútu. Diaby skoraði með skalla úr markteignum eftir fyrirgjöf frá Tomás Rosicky. Arsenal er þar með átta stigum á undan Liverpool sem hélt þó 4. sætinu þökk sé öðrum úrslitum.

Eiður Smári Guðjohnsen spilaði fyrstu 63 mínúturnar þegar Tottenham tapaði 0-1 á útivelli fyrir Wolves sem þýðir að liðið datt niður í sjötta sætið í þessari umferð. Sigurmark Wolves kom á 27. mínútu en áður hafði Eiður átt þátt í góðri sókn sem Niko Kranjcar tókst ekki að nýta.

West Ham komst upp úr fallsæti með 2-0 sigri á Birmingham þökk sé mörkum frá Alessandro Diamanti og Carlton Cole.

Leikir og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í kvöld:

Arsenal-Liverpool 1-0

1-0 Abou Diaby (72.)

Aston Villa-Man Utd 1-1

1-0 Carlos Cuellar (19.), 1-1 Sjálfsmark (22.)

Nani hjá Man Utd fékk rautt spjald á 29. mínútu.

West Ham-Birmingham 2-0

1-0 Alessandro Diamanti (47.), 2-0 Carlton Cole (68.),

Wolves-Tottenham 1-0

1-0 David Jones (27.)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×