Ekki fallegt að ýta undir óraunhæfar væntingar 5. desember 2010 20:45 Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir samkomulagið um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna og kynntar voru fyrir helgi stórmerkilegan áfanga. Hún segir gagnrýni á aðgerðirnar ómarkvissa og að ekki megi ýta undir óraunhæfingar væntingar hjá fólki um að töfralausnir séu handan við hornið. Slíkt sé ekki fallegt. Ólína og Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, mættu í Ísland í dag til að ræða efnahagsaðgerðir stjórnvalda, fjármálastofnana og lífeyrissjóðanna sem kynntar voru á föstudaginn. Í grófum dráttum má segja að meginaðgerðirnar séu fjórar. Tvær eru tímabundnar, niðurgreiðsla á vöxtum og auknar vaxtabætur í tvö ár. Í þriðja lagi er bætt aðeins í svokallaða sértæka skuldaaðlögun og í fjórða lagi er það 110% leiðin. Í henni felst að húsnæðislán færð niður í 110% af verðmæti þeirra eigna sem lagðar eru að veði. Forsætisráðherra sagði að um lokaaðgerðir væri að ræða.Leysir engan vanda „Það getur vel verið að Jóhanna kalli þetta einhvern lokapunkt en ég held nú að heimilin muni ekki gera það. Því að hluta til er þetta skref aftur á bak frá því sem var á fimmtudaginn. Nú er komið 110 prósent þak sem var ekki áður þannig að þetta er afturför fyrir marga," sagði Þór. „Ég hafna þessari 110 prósenta leið eins og svo margir aðrir vegna þess að hún leysir engan vanda og skilur fólk eftir í yfirveðsettum eignum." Ólína sagði mestu máli skipt að náðst hafi víðtækt samkomulag milli þeirra aðila sem hafi mest með framkvæmdina að gera. Lánastofnanirnar, lífeyrissjóðirnir og stjórnvöld. „Vandinn til þessa frá hruni hefur verið sá að menn hafa ekki gengið í takt. Stjórnvöld hafa haft fullan hug á því að koma til móts við skuldug heimili og aðstoðað þau í sínum greiðsluvanda og gripið til úrræða og lagasetningar í því markmiði. Hins vegar hafa lánastofnanirnar kannski verið að túlka úrræðin með allt öðrum hætti en stjórnvöld hafa lagt upp með."Brýnt að draga línu í sandinn Þá sagði Ólína: „Nú er komið samkomulag um að þessir aðilar ætli að ganga í takt varðandi þær aðgerðir sem grípa þarf til. Einhvers staðar verðum við að draga línu í sandinn og vera ekki að ýta undir óraunhæfingar væntingar hjá fólki um að það séu einhverjar töfralausnir framundan. Það er heldur ekki fallegur leikur." Hægt er að horfa á Ísland í dag hér. Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir samkomulagið um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna og kynntar voru fyrir helgi stórmerkilegan áfanga. Hún segir gagnrýni á aðgerðirnar ómarkvissa og að ekki megi ýta undir óraunhæfingar væntingar hjá fólki um að töfralausnir séu handan við hornið. Slíkt sé ekki fallegt. Ólína og Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, mættu í Ísland í dag til að ræða efnahagsaðgerðir stjórnvalda, fjármálastofnana og lífeyrissjóðanna sem kynntar voru á föstudaginn. Í grófum dráttum má segja að meginaðgerðirnar séu fjórar. Tvær eru tímabundnar, niðurgreiðsla á vöxtum og auknar vaxtabætur í tvö ár. Í þriðja lagi er bætt aðeins í svokallaða sértæka skuldaaðlögun og í fjórða lagi er það 110% leiðin. Í henni felst að húsnæðislán færð niður í 110% af verðmæti þeirra eigna sem lagðar eru að veði. Forsætisráðherra sagði að um lokaaðgerðir væri að ræða.Leysir engan vanda „Það getur vel verið að Jóhanna kalli þetta einhvern lokapunkt en ég held nú að heimilin muni ekki gera það. Því að hluta til er þetta skref aftur á bak frá því sem var á fimmtudaginn. Nú er komið 110 prósent þak sem var ekki áður þannig að þetta er afturför fyrir marga," sagði Þór. „Ég hafna þessari 110 prósenta leið eins og svo margir aðrir vegna þess að hún leysir engan vanda og skilur fólk eftir í yfirveðsettum eignum." Ólína sagði mestu máli skipt að náðst hafi víðtækt samkomulag milli þeirra aðila sem hafi mest með framkvæmdina að gera. Lánastofnanirnar, lífeyrissjóðirnir og stjórnvöld. „Vandinn til þessa frá hruni hefur verið sá að menn hafa ekki gengið í takt. Stjórnvöld hafa haft fullan hug á því að koma til móts við skuldug heimili og aðstoðað þau í sínum greiðsluvanda og gripið til úrræða og lagasetningar í því markmiði. Hins vegar hafa lánastofnanirnar kannski verið að túlka úrræðin með allt öðrum hætti en stjórnvöld hafa lagt upp með."Brýnt að draga línu í sandinn Þá sagði Ólína: „Nú er komið samkomulag um að þessir aðilar ætli að ganga í takt varðandi þær aðgerðir sem grípa þarf til. Einhvers staðar verðum við að draga línu í sandinn og vera ekki að ýta undir óraunhæfingar væntingar hjá fólki um að það séu einhverjar töfralausnir framundan. Það er heldur ekki fallegur leikur." Hægt er að horfa á Ísland í dag hér.
Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira