Pólverjar hættu við að senda dómara til Skotlands Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. nóvember 2010 12:45 Dómari lyftir rauða spjaldinu á loft í leik Ragners og Celtic. Nordic Photos / Getty Images Til stóð að dómarar víða úr Evrópu, til að mynda Póllandi, myndu dæma leikina í skosku úrvalsdeildinni um helgina. Nú hefur hins vegar knattspyrnusamband Póllands sett þeim stólinn fyrir dyrnar. Skoskir dómarar ætla að fara í verkfall um helgina til að mótmæla þeirri gagnrýni sem þeir hafa mátt þola frá leikmönnum og starfsmönnum liða á leiktíðinni. Þá hafa þeir fengið það óþvegið frá stuðningsmönnum og sumir fengið líflátshótanir. Meðal annars var leitað til Íslands til að fá dómara til að dæma um helgina en Félag deildardómara á Íslandi ákvað að standa með starfsbræðrum sínum í baráttunni. Í gær staðfesti skoska knattspyrnusambandið að leikir helgarinnar í skosku úrvalsdeildinni myndu fara fram. Þeir eru sex talsins. Eftir því sem fram kemur í fjölmiðlum í Skotlandi í dag höfðu forráðamenn skoska sambandsins samband við nánast öll knattspyrnusambönd Evrópulandanna og munu hafa fengið jákvæð viðbrögð frá Portúgal, Möltu og Ísrael. Íslenskir dómarar ætla ekki til Skotlands. Hér er Þóroddur Hjaltalín að ræða við þjálfara FH í leik í Pepsi-deildinni.Mynd/Daníel Það er hins vegar útlit fyrir að þeir þurfi að endurskipuleggja sig nú vegna pólsku dómaranna sem geta ekki komið. „Við munum ekki senda dómarana okkar til Skotlands á morgun því þeirra er þörf hér heima," sagði í yfirlýsingu frá pólska knattspyrnusambandinu í dag. Verkfallsaðgerðir skosku dómaranna eru umdeildar en sjálfir telja þeir að með þessu geti þeir bætt knattspyrnuna í Skotlandi. „Við höfum gefið fólki tækifæri til þess að segja að fólk ætti að koma öðruvísi fram við dómara," sagði John McKendrick, einn dómaranna. „Við viljum að þessi helgi verði notuð til að íhuga hvernig knattspyrnu við viljum hafa í þessu landi og halda áfram út frá því." Hann var ánægður með stuðning þeirra dómara, eins og þeirra frá Íslandi, sem vildu ekki dæma í Skotlandi um helgina. „Þessi stuðningur sem okkur hefur borist víða að hefur komið okkur gríðarlega mikið á óvart." Fótbolti Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Sjá meira
Til stóð að dómarar víða úr Evrópu, til að mynda Póllandi, myndu dæma leikina í skosku úrvalsdeildinni um helgina. Nú hefur hins vegar knattspyrnusamband Póllands sett þeim stólinn fyrir dyrnar. Skoskir dómarar ætla að fara í verkfall um helgina til að mótmæla þeirri gagnrýni sem þeir hafa mátt þola frá leikmönnum og starfsmönnum liða á leiktíðinni. Þá hafa þeir fengið það óþvegið frá stuðningsmönnum og sumir fengið líflátshótanir. Meðal annars var leitað til Íslands til að fá dómara til að dæma um helgina en Félag deildardómara á Íslandi ákvað að standa með starfsbræðrum sínum í baráttunni. Í gær staðfesti skoska knattspyrnusambandið að leikir helgarinnar í skosku úrvalsdeildinni myndu fara fram. Þeir eru sex talsins. Eftir því sem fram kemur í fjölmiðlum í Skotlandi í dag höfðu forráðamenn skoska sambandsins samband við nánast öll knattspyrnusambönd Evrópulandanna og munu hafa fengið jákvæð viðbrögð frá Portúgal, Möltu og Ísrael. Íslenskir dómarar ætla ekki til Skotlands. Hér er Þóroddur Hjaltalín að ræða við þjálfara FH í leik í Pepsi-deildinni.Mynd/Daníel Það er hins vegar útlit fyrir að þeir þurfi að endurskipuleggja sig nú vegna pólsku dómaranna sem geta ekki komið. „Við munum ekki senda dómarana okkar til Skotlands á morgun því þeirra er þörf hér heima," sagði í yfirlýsingu frá pólska knattspyrnusambandinu í dag. Verkfallsaðgerðir skosku dómaranna eru umdeildar en sjálfir telja þeir að með þessu geti þeir bætt knattspyrnuna í Skotlandi. „Við höfum gefið fólki tækifæri til þess að segja að fólk ætti að koma öðruvísi fram við dómara," sagði John McKendrick, einn dómaranna. „Við viljum að þessi helgi verði notuð til að íhuga hvernig knattspyrnu við viljum hafa í þessu landi og halda áfram út frá því." Hann var ánægður með stuðning þeirra dómara, eins og þeirra frá Íslandi, sem vildu ekki dæma í Skotlandi um helgina. „Þessi stuðningur sem okkur hefur borist víða að hefur komið okkur gríðarlega mikið á óvart."
Fótbolti Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Sjá meira