Enski boltinn

Ríkasti maður Indlands hefur ekki áhuga á Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mukesh Ambani.
Mukesh Ambani.

Auðjöfurinn Mukesh Ambani, sem er ríkasti maður Indlands, hefur neitað þeim fréttum að hann sé að reyna að ná yfirráðum í Liverpool.

Hinir bandarísku eigendur Liverpool ku vera til í að selja félagið og það hefur vakið áhuga margra auðjöfra.

Ambani, sem er sjöundi ríkasti maður heim, segist þó ekki hafa neinn áhuga á að kaupa félagið.

„Það er enginn sannleikur í þessum fregnum. Ég neita þeim algjörlega," segir í yfirlýsingu frá Ambani.

Liverpool situr því áfram uppi með Kanana.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×