Erlent

Breskir ráðherrar skera niður launin sín

David Cameron og Nick Clegg.
David Cameron og Nick Clegg. MYND/AP
Ráðherrarnir í nýrri ríkisstjórn Bretlands samþykktu á fyrsta ríkisstjórnarfundinum sem haldinn var í morgun að taka á sig fimm prósenta launalækkun. Miklir erfiðleikar steðja að í bresku efnahagslífi og því ákváðu ráðherrarnir að ríða á vaðið og hefja nauðsynlegan niðurskurð með þessum hætti. David Cameron lækkar mun því fá um það bil 2,2 milljónir á mánuði í laun eða 120 þúsund krónum minna en forveri hans í embætti Gordon Brown.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×