Fótbolti

Kolbeinn spilaði seinni hálfleikinn í útisigri á Twente

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson. Mynd/AP
Kolbeinn Sigþórsson kom inn á í hálfleik þegar AZ Alkmaar vann 2-1 útisigur á Twente í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Kolbeinn kom inn á fyrir framherjann Erik Falkenburg en staðan var 1-1 í hálfleik eftir að Luuk De Jong hafði komið Twente í 1-0 á 17. mínútu. Twente missti mann af velli á 31. mínútu og Rasmus Elm jafnaði leikinn beint úr aukaspyrnunni sem dæmd var á brotið.

Celso Ortiz skoraði síðan sigurmark AZ á 63. mínútu leiksins en liðið komst upp að hlið Ajax í 3. og 4. sæti deildarinnar. PSV er með sex stigum meira á toppnum en Twente er áfram í 2. sætinu.

Jóhann Berg Guðmundsson gat ekki spilað með AZ vegna meiðsla sem hann varð fyrir í sigri liðsins á Ajax um síðustu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×