Fótbolti

Maradona fimmtugur: Aldrei verið sorgmæddari á afmælinu sinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diego Maradona.
Diego Maradona. Mynd/Nordic Photos/Getty

Diego Maradona varð fimmtugur í gær 30. október en hann naut þó ekki afmælisdagsins því hann segist enn vera miður sín eftir að hafa dottið út úr heimsmeistarakeppninni í Suður-Afríku í sumar.

„Ég hef aldrei verið sorgmæddari á afmælisdeginum mínum á ævinni," sagði Diego Maradona í viðtali við íþróttablaðið Ole í Argentínu. Þetta eru stór orð frá manni sem hefur gengið í gegnum ýmislegt á viðburðarríkri ævi sinni.

„Ég hafði engan áhuga á því að halda upp á afmælið mitt. Ég hef verið miður mín allt síðan við duttum út úr átta liða úrslitunum á HM í sumar," sagði Maradona sem hefur haldið sig fjarri sviðsljósinu síðan að hann var látinn fara sem þjálfari argentínska landsliðsins.

Maradona saknar þess líka mikið af þjálfa ekki lengur argentínska landsliðið sem hann vill meina að hafi verið tekið af honum á ósanngjarnan hátt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×