Fótbolti

Wenger: Honda er maður mótsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Keisuke Honda.
Keisuke Honda. Nordic Photos / Getty Images
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að Japaninn Keisuke Honda sé stjarna heimsmeistarakeppninnar í Suður-Afríku.

Japan féll úr leik í 16-liða úrslitum HM eftir að hafa tapað fyrir Paragvæ í vítaspyrnukeppni. Honda skoraði þó úr sinni spyrnu af miklu öryggi.

„Leikur japanska liðsins er byggður á traustum varnarleik þar sem allir vita hvaða hlutverki þeir hafa að gegna," sagði Wenger. „Þegar þeir fá boltann og koma honum á Honda - þá byrja töfrarnir."

„Honda er algjör snillingur í sókninni og hefur sýnt að í hvaða gæðaflokki hann er. Mér finnst hann hafa staðið sig best allra í keppninni til þessa."

Honda er 24 ára gamall og er á mála hjá CSKA Moskvu í Rússlandi. Hann gekk til liðs við félagið fyrr á árinu eftir að hafa verið hjá hollenska úrvalsdeildarfélaginu VVV Venlo í rúm tvö ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×