Arnaldur og Yrsa að stinga af í jólabókaflóði ársins 8. desember 2010 06:00 Arnaldur Indriðason og Yrsa Sigurðardóttir eru líkleg til að slá eigin met um þessi jól. Yrsa rýfur sennilega tíu þúsund eintaka múrinn en Arnaldur gæti sett nýtt Íslandsmet og selt yfir þrjátíu þúsund eintök af Furðuströndum. „Þetta er alveg magnað, við höfum prentað tíu þúsund eintök og höfum núna selt sjö þúsund. Þetta er hennar langbesta byrjun á jólabókavertíðinni og allt útlit fyrir að hún slái eigið sölumet,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá Veröld. Hann telur óhætt að tala um tveggja turna tal á jólabókamarkaðinum í ár og Arnaldur Indriðason væri þá hinn turninn. „Yrsa hefur toppað Arnald á tveimur listum um þessi jól og það segir sitthvað um hennar vinsældir. Það hefur ekki gerst áður,“ bendir Pétur Már á og vísar þar meðal annars til nýlegs metsölulista Hagkaups sem birtist í Fréttablaðinu í gærmorgun. Nýr listi frá Félagi bóksala ýtir undir þessa fullyrðingu; Yrsa og Arnaldur hafa komið sér makindalega fyrir í þriðja og öðru sæti á eftir Léttum réttum Hagkaups. Pétur segir að bækur Yrsu hafi selst í áttatíu þúsund eintökum en Ég man þig er fimmta skáldsaga hennar. Rithöfundurinn nálgast nú milljón eintaka múrinn á heimsvísu og þýskt framleiðslufyrirtæki keypti nýlega sjónvarpsréttinn að bókum hennar. „Umtalið hefur verið gott, dómarnir góðir og að mati Times standast bækur Yrsu það besta í glæpasagnaheiminum.“ Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, segir það vissulega gleðilegt að Yrsa skuli seljast vel. En hann er hins vegar ekki reiðubúinn til að kvitta upp á fullyrðingu Péturs Má um tveggja turna tal þetta árið. „Það er alveg ljóst að bækur Arnaldar og Yrsu falla Íslendingum vel í geð. Arnaldur hefur hins vegar borið höfuð og herðar yfir aðra rithöfunda, hann hefur átt mest seldu skáldsögu ársins á undanförnum árum,“ segir Egill og bendir á að nýjast bók Arnaldar, Furðustrandir, hafi um þessi jól selst betur og hraðar en nokkru sinni og allt útlit sé fyrir að hann slái sitt fyrra Íslandsmet sem Myrká setti fyrir tveimur árum þegar bókin rauf 30 þúsund eintaka múrinn. „Þá töldum við að toppnum væri náð og við gætum ekki selt fleiri eintök. En annað er að koma í ljós,“ segir Egill og bendir á að Arnaldur hafi selt nálægt 300 þúsund eintök hér á landi undanfarin þrettán ár eða síðan Synir duftsins kom út. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Sjá meira
„Þetta er alveg magnað, við höfum prentað tíu þúsund eintök og höfum núna selt sjö þúsund. Þetta er hennar langbesta byrjun á jólabókavertíðinni og allt útlit fyrir að hún slái eigið sölumet,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá Veröld. Hann telur óhætt að tala um tveggja turna tal á jólabókamarkaðinum í ár og Arnaldur Indriðason væri þá hinn turninn. „Yrsa hefur toppað Arnald á tveimur listum um þessi jól og það segir sitthvað um hennar vinsældir. Það hefur ekki gerst áður,“ bendir Pétur Már á og vísar þar meðal annars til nýlegs metsölulista Hagkaups sem birtist í Fréttablaðinu í gærmorgun. Nýr listi frá Félagi bóksala ýtir undir þessa fullyrðingu; Yrsa og Arnaldur hafa komið sér makindalega fyrir í þriðja og öðru sæti á eftir Léttum réttum Hagkaups. Pétur segir að bækur Yrsu hafi selst í áttatíu þúsund eintökum en Ég man þig er fimmta skáldsaga hennar. Rithöfundurinn nálgast nú milljón eintaka múrinn á heimsvísu og þýskt framleiðslufyrirtæki keypti nýlega sjónvarpsréttinn að bókum hennar. „Umtalið hefur verið gott, dómarnir góðir og að mati Times standast bækur Yrsu það besta í glæpasagnaheiminum.“ Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, segir það vissulega gleðilegt að Yrsa skuli seljast vel. En hann er hins vegar ekki reiðubúinn til að kvitta upp á fullyrðingu Péturs Má um tveggja turna tal þetta árið. „Það er alveg ljóst að bækur Arnaldar og Yrsu falla Íslendingum vel í geð. Arnaldur hefur hins vegar borið höfuð og herðar yfir aðra rithöfunda, hann hefur átt mest seldu skáldsögu ársins á undanförnum árum,“ segir Egill og bendir á að nýjast bók Arnaldar, Furðustrandir, hafi um þessi jól selst betur og hraðar en nokkru sinni og allt útlit sé fyrir að hann slái sitt fyrra Íslandsmet sem Myrká setti fyrir tveimur árum þegar bókin rauf 30 þúsund eintaka múrinn. „Þá töldum við að toppnum væri náð og við gætum ekki selt fleiri eintök. En annað er að koma í ljós,“ segir Egill og bendir á að Arnaldur hafi selt nálægt 300 þúsund eintök hér á landi undanfarin þrettán ár eða síðan Synir duftsins kom út. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Sjá meira