Enski boltinn

Essien: United vildi mig ekki því ég var of lítill

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Michael Essien fagnar marki í leik með Chelsea.
Michael Essien fagnar marki í leik með Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

Michael Essien hefur greint frá því að Manchester United hafi ekki viljað semja við hann á sínum tíma þar sem hann þótti of lítill.

Essien hefur verið frábær með Chelsea í upphafi tímabilsins eftir að hafa jafnað sig á erfiðum meiðslum í sumar.

Hann er 27 ára gamall en þegar hann var táningur fór hann tvívegis á reynslu til United.

„Ég þótti of lítill. Ég held að Sir Alex [Ferguson] hafi verið að leita af ákveðinni tegund af leikmanni og ég hafi ekki passað í þá mynd," er haft eftir Essien í enskum fjölmiðlum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×