Innlent

Önnur spýja á leiðinni í Markarfljóti

Vegaskilti við Markarfljót
Vegaskilti við Markarfljót Mynd/Símon Birgisson

Lögregla er nú að koma öllum fréttamönnum frá brúarsporðinum við Markarfljótsbrúnna en þar höfðu teymi fréttamanna frá Stöð 2 og RÚV fengið leyfi til að koma sér fyrir til þess að flytja fréttir af Eldgosinu í Eyjafjallajökli. Nú berast hins vegar fregnir af því að von sé á nýrri spýju af eðju niður Markarfljótið. Búist er við því að flóðið nái að brúnni innan klukkutíma.

Blaðamaður Vísis var staddur við brúarsporðinn en þar sagði lögreglumaður að nýjar upplýsingar hefðu borist og allir þyrftu að fara burt sem fyrst. Aðeins um hálftími er liðinn síðan Steingrímur J. Sigfússon veitti fréttamönnum viðtal við brúnna en honum var flogið þangað í þyrlu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×