Innlent

Ólafur og Dorrit mæta í afmælið til Danadrottningar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson ætlar að fara með forsetafrúnni til Kaupmannahafnar á morgun. Mynd/ GVA.
Ólafur Ragnar Grímsson ætlar að fara með forsetafrúnni til Kaupmannahafnar á morgun. Mynd/ GVA.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff forsetafrú hafa þegið boð Margrétar Danadrottningar um að taka á morgun og á föstudaginn þátt í hátíðarhöldum í Kaupmannahöfn í tilefni af 70 ára afmæli drottningar.

Hátíðarhöldin hefjast annað kvöld með viðhafnarsýningu í Konunglega leikhúsinu, samkvæmt því sem kemur fram í tilkynningu frá forsetaskrifstofunni. Næsta dag verður móttaka í Ráðhúsi Kaupmannahafnar og hátíðarkvöldverður í Konungshöllinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×