Innlent

Mikill samhugur í sveitinni

Vísir ræddi við þær Kristínu Evu Leifsdóttur og Kristrúnu Ósk Baldursdóttur en eiginmaður Kristínar er björgunarsveitarmaður.
Vísir ræddi við þær Kristínu Evu Leifsdóttur og Kristrúnu Ósk Baldursdóttur en eiginmaður Kristínar er björgunarsveitarmaður. Mynd/Símon Birgisson

Í vettvangsstöðinni á Hvolsvelli er ekki bara verið að skipuleggja neyðaraðgerðir vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Þar er björgunarsveitarmönnum einnig gefið að borða og þar geta menn lagt sig þegar þreytan fer að segja til sín.

Vísir ræddi við þær Kristínu Evu Leifsdóttur og Kristrúnu Ósk Baldursdóttur en eiginmaður Kristínar er björgunarsveitarmaður. Kristín vaknaði smemma í morgun og byrjaði á því að elda súpu ofan í mannskapinn. Hún segir að útköll í björgunarveit séu margþætt og að mörgu þurfi að huga.

„Mikið af þreyttu fólki hefur komið hingað í dag og það er nauðsynlegt að gefa fólki í svanginn," segir Kristín og bætir því við að allir í sveitinni hafi lagst á eitt þegar gosið hófst og að mikill samhugur sé í fólki.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×