Innlent

Eiginkona Guðjóns gröfumanns hafði áhyggjur af manninum sínum

Flóðið var mikið en Guðjón bjargaði brúnni þrátt fyrir talsverða hættu.
Flóðið var mikið en Guðjón bjargaði brúnni þrátt fyrir talsverða hættu.

„Hún Heiðdís hafði dálitlar áhyggjur af manni en hún treystir kallinum," segir Guðjón Sveinsson, gröfumaðurinn sem rauf veginn við Markafljótsbrú.

Sú aðgerð varð til þess að brúin slapp óskemmd. Eiginkona Guðjóns, Heiðdís, var með allnokkrar áhyggjur af manninum sínum þegar hann bjargaði mannvirkjunum. Sjálfur gerir hann sem minnst úr afrekinu:

„Manni var bara sagt að gera þetta," sagði Guðjón.

Hann segir litla hættu hafa verið á ferð hvað sig varðar. Hann mokaði þrjú skörð í veginn við brúna á sama tíma og flóðið skall á í hádeginu. Sjálfur er Guðjón starfsmaður hjá Suðurveri en framkvæmdirnar voru á vegum Vegagerðarinnar.

Guðjón er enn þá á vaktinni og mun verða í viðbragðstöðu í allt kvöld.

Tjón á mannvirkjum varð talsvert minna vegna aðgerðanna en vegurinn er ónýtur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×