Enski boltinn

Paul Scholes: Þurfum að vinna rest

Elvar Geir Magnússon skrifar
Paul Scholes er orðinn 35 ára.
Paul Scholes er orðinn 35 ára.

Paul Scholes er sannfærður um að Manchester United geti unnið þá sjö leiki sem liðið á eftir í úrvalsdeildinni og varið þar með titil sinn. United er komið í bílstjórasætið eftir sigurinn gegn Liverpool á sunnudag.

„Ég tel okkur vera með réttu blönduna, við erum með marga leikmenn sem þekkja þessa stöðu og vita hve erfitt er að vinna þessa deild," sagði Scholes.

„Við eigum eftir að fá Chelsea í heimsókn og það verður alvöru leikur. Við vitum að við þurfum að vinna hann. Það er samt ekki eini mikilvægi leikurinn sem við eigum eftir. Ef við viljum vinna deildina þurfum við að vinna alla leikina. Það verður erfitt en ég er handviss um að við getum það."

„Það er ekki hægt að afskrifa Arsenal, þeir eru á svaka skriði. Þeir hafa þegar spilað gegn hinum toppliðunum svo þeir eru bjartsýnir á að geta náð góðum úrslitum. Staðreyndin er samt sú að ef við vinnum alla okkar leiki þá vinnum við deildina."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×