Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo karlmenn í nótt eftir að þeir höfðu stolið þvottavél úr sameiginlegu vaskahúsi í fjölbýlishúsi í Breiðholti og voru komnir með hana út.
Íbúi í húsinu varð þjófanna var og kallaði á lögreglu. Þegar þjófarnir sáu til lögreglunnar, tóku þeir til fótanna, en lögreglumenn höfðu betur í kapphlaupinu og náðu þeim.
Þeir gista nú fangageymslur en þvottavélin er komin á sinn stað.