Innlent

Stórhvelaveiðar eru að hefjast

Hvalbátarnir tveir, Hvalur 8 og Hvalur 9, héldu til veiða í gærkvöldi, um tíu dögum síðar en áætlanir gerðu ráð fyrir. Bátarnir tveir hafa verið í slipp á undanförnum vikum og voru prufukeyrðir í síðustu viku.

Kristján Loftsson hjá Hval hf. hefur sagt að reynt verði að veiða leyfilegan kvóta ársins þrátt fyrir óvissu um framtíð veiðanna.

Heimilt er að veiða 150 langreyðar í ár, auk 25 sem ekki veiddust af kvóta síðasta árs, en þá veiddust alls 125 langreyðar.

- shá






Fleiri fréttir

Sjá meira


×