Innlent

Íslenska samninganefndin fundar með Bretum og Hollendingum

Bandaríkjamaðurinn Lee Buchheit, sem fer fyrir íslensku nefndinni, sést hér við hlið Birgittu Jónsdóttur á fundi forystumanna stjórnmálaflokkanna í fjármálaráðuneytinu fyrir helgi. Mynd/GVA
Bandaríkjamaðurinn Lee Buchheit, sem fer fyrir íslensku nefndinni, sést hér við hlið Birgittu Jónsdóttur á fundi forystumanna stjórnmálaflokkanna í fjármálaráðuneytinu fyrir helgi. Mynd/GVA

Íslenska Icesave samninganefndin settist á fund með samninganefndum Hollendinga og Breta klukkan ellefu í morgun. Hún ræddi við ráðgjafa sína á fyrir fundinn.

Íslenska nefndin kynnti Bretum og Hollendingum áherslur Íslendinga á löngum fundi í gær og hugmyndir um að gengið yrði til samningaviðræðna að nýju. Óvíst er enn hvort það gangi eftir. Búist er við að það skýrist á næstu dögum hvort þeir séu tilbúnir til frekari viðræðna.

Eins og áður hefur komið fram er það Bandaríkjamaðurinn Lee Buchheit sem leiðir nefndina. Auk hans sitja í nefndinni Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður og Einar Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu. Kanadamaðurinn Don Johnston og Lárus Blöndal, hæstaréttarlögmaður, sitja einnig fundina sem áheyrnarfulltrúar og ráðgjafar. Lárus kom inn í nefndina að kröfu stjórnarandstöðunnar en Lárus hefur haldið uppi harðri gagnrýni á Icesave samkomulagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×