Enski boltinn

Liverpool vill fá Sturridge að láni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Roy Hodgson, stjóri Liverpool, er sagður í enskum fjölmiðlum í dag hafa áhuga á að fá Daniel Sturridge, leikmann Chelsea, að láni frá félaginu.

Sturridge er 21 árs gamall leikmaður sem var áður á mála hjá Manchester City.

Hodgson er sagður viljugur að kaupa kappann á fimm milljónir punda í sumar ef honum gengur vel hjá Liverpool í vetur.

Sturridge hefur ekki enn fengið tækifæri í byrjunarliði Chelsea í deildinni á tímabilinu og er sagður viljugur til að fara frá félaginu til að fá að spila meira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×