Íslenski boltinn

Símun Samuelsen hættur hjá Keflvíkingum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Símun Samuelsen.
Símun Samuelsen. Mynd/Daníel
Færeyski landsliðsmaðurinn Símun Samuelsen mun ekki spila með Keflavík í Pepsi-deild karla í sumar en hann og stjórn Knattspyrnudeildar Keflavíkur sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í dag.

Símun Samuelsen hefur verið algjör lykilmaður í sóknarleik Keflavíkur undanfarin ár og hefur alls skorað 18 mörk í 74 deildarleikjum liðsins frá árinu 2005. Símun skoraði 3 mörk í 18 leikjum með Keflavík í Pepsi-deildinni síðasta sumar.

Símun er aðeins á 25. aldursári og á því nóg eftir af ferlinum. Símun lék með VB/Sumba í Færeyjum áður en hann kom til Keflavíkur og þá var hann í láni hjá norska liðinu Notodden FK sumarið 2007. Símun hefur leikið 27 landsleiki fyrir Færeyjar.



Sameiginleg yfirlýsing Knattspyrnudeilda Keflavíkur og Simun Samuelsen

Knattspyrnudeild Keflavíkur og Simun Samuelsen hafa komist að samkomulagi um að Simun fari frá Keflavík til heimalands síns Færeyja af persónulegum ástæðum og af ósk Simuns.

Knattspyrnudeildin þakkar Simun kærlega fyrir þau tæp fimm ár sem hann hefur verið hjá Keflavik og óskar honum alls hins besta á nýjum vettvangi.

Virðingarfyllst.

f.h. Knattspyrnudeildar Keflavíkur

Þorsteinn Magnússon

Virðingarfyllst.

Simun Samuelson






Fleiri fréttir

Sjá meira


×