Enski boltinn

Bruce vill fá Welbeck í jólagjöf frá Ferguson

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Welbeck hefur blómstrað hjá Sunderland.
Welbeck hefur blómstrað hjá Sunderland.

Framherjinn Danny Welbeck hefur slegið í gegn hjá Sunderland í vetur en hann er þar í láni frá Man. Utd. Steve Bruce, stjóri Sunderland, vonast nú til þess að fá leyfi til þess að kaupa leikmanninn. Hann segir að það yrði fullkomin jólagjöf frá Sir Alex Ferguson.

Welbeck hefur verið sjóðheitur í síðustu leikjum og tryggði Sunderland sigur um helgina. Liðið komst um leið upp í sjötta sæti deildarinnar.

"Ég vissi alltaf að það yrði erfitt að fá að kaupa strákinn. Maður veit samt aldrei. Fergie á afmæli fljótlega og hann er kannski að verða gjafmildur á gamals aldri," sagði Bruce léttur en Ferguson á afmæli á gamlársdag.

"Welbeck er frábær leikmaður og mikið efni. Hann hefur líka vaxið mikið síðan hann fékk að spila reglulega hjá okkur. Man. Utd á frábæran leikmann í honum en vonandi fæ ég að kaupa hann."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×