Enski boltinn

Tevez hættur við að vilja fara frá Manchester City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Tevez hefur sæst við forráðamenn Manchester City.
Carlos Tevez hefur sæst við forráðamenn Manchester City. Mynd/AFP

Carlos Tevez hefur dregið beiðni sína til baka um að vera seldur frá félaginu. Tevez hafði beðið um að vera settur á sölulista fyrir rúmri viku en félagið hafnaði því strax.

Manchester City sendi frá sér tilkynningu í kvöld þar sem segir að Tevez sé hættur við að vilja fara frá félaginu.Tevez kom til Manchester City í júlí 2009 og hefur verið algjör lykilmaður í liðinu síðan þá.

Carlos Tevez skoraði 29 mörk á fyrsta tímabili sínu og hefur skorað 10 mörk í 18 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

„Carlos og félagið ætla að einbeita sér að verkefnunum framundan og samingur hans hefur ekkert breyst," stóð í yfirlýsingu frá Manchester City.

Carlos Tevez hefur náð sáttum við forráðamenn Manchester City eftir að hafa gefið það út í síðustu viku að hann gæti aldrei unnið aftur með ákveðnum mönnum innan félagsins.

„Carlos er heimsklassaleikmaður og er búinn að vera ómetanlegur fyrir félagið síðan að hann kom. Ég er mjög ánægður með að við getum nú farið að einbeita okkur aftur af fótboltanum," sagði Roberto Mancini, stjóri Manchester City i umræddri tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×