Enski boltinn

Mancini vill ekki að það sé baulað á Tevez

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tevez og Mancini.
Tevez og Mancini.

Carlos Tevez mun líklega spila sinn fyrsta leik í kvöld fyrir Man. City síðan hann bað um að verða seldur frá félaginu. Roberto Mancini, stjóri City, hefur beðið stuðningsmenn félagsins um að sleppa því að gagnrýna hann.

Tevez hefur þó misst fyrirliðastöðuna hjá liðinu enda lítið vit í því að vera með fyrirliða sem vill ekki spila fyrir félagið.

"Stuðningsmennirnir eiga að halda áfram að styðja liðið. Við verðum að gleyma þessu málið með Tevez og einbeita okkur að leiknum gegn Everton," sagði Mancini.

"Næstu 20 dagar eru mjög mikilvægir. Carlos er knattspyrnumaður. Hann elskar fótbolta og spilar enn eins og þegar hann var krakki að spila í garðinum. Hann mun halda áfram að leggja sig allan fram fyrir liðið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×