Fótbolti

Óhugnalegt samstuð í Hollandi - myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Jonathan Reis, framherji PSV Eindhoven, spilar ekki fótbolta næstu mánuðina eftir að hafa orðið fyrir mjög alvarlegum meiðslum í leiknum gegn Roda í gær.

Hann lenti í samstuði við markvörð Roda og hnéð fór afar illa út úr því samstuði. Hnéskelin fór meðal annars úr stað.

Ekki hefur enn verið hægt að skoða alvarleika meiðslanna að fullu vegna vökva í hnénu. Mönnum er þó fullljóst að Reis spilar líklega ekki meira á þessari leiktíð.

Hægt er að skoða atvikið hér að ofan en það er ekki fyrir viðkvæma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×