Enski boltinn

Bolur Adebayor ekki talinn við hæfi

Elvar Geir Magnússon skrifar
Þessi bolur þætti heldur ekki við hæfi hjá Adebayor í dag en það er önnur saga.
Þessi bolur þætti heldur ekki við hæfi hjá Adebayor í dag en það er önnur saga.

Emmanuel Adebayor, sóknarmaður Manchester City, skellti sér á tónleika með rapparanum 50 Cent sem fram fóru í Manchester á fimmtudagskvöld.

Hann hefur verið gagnrýndur talsvert fyrir bolinn sem hann klæddist á tónleikunum.

Framan á dökkgráum bolnum var mynd af byssu. Er þetta ekki talið við hæfi þar sem þessi fyrirliði landsliðs Tógó lenti í óskemmtilegri lífsreynslu með félögum sínum á Afríkumótinu fyrr á árinu.

Rúta landsliðs Tógó varð fyrir skotárás frá angólskum skæruliðum með þeim afleiðingum að þrír létust. Adebayor slapp ómeiddur frá árásinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×