Innlent

Áður hellt seyruvökva út í náttúruna

Hafsteinn Hauksson skrifar

Fyrirtækið sem losaði seyruvökva úr roþtróm á vatnsverndarsvæðinu á Þingvöllum hefur áður gerst sekt um að leka slíkum vökva út í náttúruna.

Holræsa- og stífluþjónusta Suðurlands sér um að losa rotþrær fyrir að minnsta kosti fimm sveitarfélög á Suðurlandi, en eins og fram hefur komið í fréttum lak fyrirtækið seyruvökva úr rotþróm út á vatnsverndarsvæði á Þingvöllum.

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur kallað Hörð Ingvarsson, forsvarsmann fyrirtækisins, á fund til sín til að ræða verklag fyrirtækisins, meðal annars hvernig seyrunni sé fargað. Elsa Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitsins telur að fyrirtækið hafi svarað með fullnægjandi hætti og fyrirtækið skipti við viðurkenndan urðunarstað.

Hins vegar hafi fyrirtækið að öllum líkindum áður látið seyruvökva úr rotþrónum leka út í umhverfið, en sá vökvi er skilinn frá þéttum efnum úr þrónum með skilvindu áður en þeim er fargað.

Heilbrigðiseftirlitið hefur tekið sýni úr neysluvatni á Þingvöllum, en bráðabirgðaniðurstöður gætu legið fyrir á morgun. Þá hefur eftirlitið áminnt Stífluþjónustuna formlega.

Hörður Ingvarsson, forsvarsmaður fyrirtækisins, hefur ekki svarað ítrekuðum símtölum fréttastofu síðan á laugardag.
Tengdar fréttir

Neysluvatni stefnt í hættu

Grunur leikur á að seyruvökvi úr rotþróm hafi verið látinn leka út í umhverfið á vatnsverndarsvæði á Þingvöllum. Heilbrigðisfulltrúi segir neysluvatni hætta búin.

Dældu saur út í vatnsverndarsvæðið á Þingvöllum

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands ætlar að áminna fyrirtækið sem dældi saur út í vatnsverndarsvæðið á Þingvöllum. Formaður Þingvallanefndar segir afhæfi starfsmanna fyrirtækisins óafsakanlegt.

Íhuga að taka sýni úr neysluvatni

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur fengið staðfestingu á því að verktaki hafi látið seyruvökva úr rotþróm leka á vatnsverndarsvæði á Þingvöllum. Sumarhúsaeigandi fer fram á að verktakanum verið vikið frá verkinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.