Innlent

Dældu saur út í vatnsverndarsvæðið á Þingvöllum

Karen Kjartansdóttir skrifar
Þingvellir.
Þingvellir.

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands ætlar að áminna fyrirtækið sem dældi saur út í vatnsverndarsvæðið á Þingvöllum. Formaður Þingvallanefndar segir afhæfi starfsmanna fyrirtækisins óafsakanlegt.

Fréttastofa greindi frá því um helgina að Holræsa- og stífluþjónusta Suðurlands, sem sér um að tæma rotþrær á Þingvallasvæðinu, hefði lekið seyruvökva úr rotþrónum út á vatnsverndarsvæði svo neysluvatni stafi hugsanleg hætta af.

Sumarhúsaeigandi sem varð vitni að athæfinu og sendi hann Heilbrigðiseftirliti Suðurlands harðort erindi vegna þessara vinnubragða.

En hvernig getur svona gerst á helgasta stað þjóðarinnar.

Álfheiður Ingadóttir er formaður Þingvallanefndar.

„Það er verið að rannska málið og augljóst að þarna hafa allar verklagsreglur verið gróflega brotnar og þetta er nokkuð sem við munum ekki líða í þjóðgarðinum," segir Álfheiður.

En hafið þið fengið einhverjar skýringar frá fyrirtækinu?

„Nei, og það er óafsakanlegt með öllu," segir Álfheiður.

Elsa Ingjaldsdóttir, framkvæmdatjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir að fyrirtækinu verði veitt áminning. Hún segir brotið alvarlegt en fyrirtæki séu ekki svipt starfsleyfi við fyrsta brot.

Þá verði fyrirtækinu gert að þrífa upp eftir sig eins vel og kostur er á til að lágmarka þann skaðann sem það hefur valdið.

Drykkjarvatn verði rannsakað af heilbrigðiseftirlitinu vegna þessa máls en mengun skilar sér ekki alltaf samstundis í drykkjarvatn.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.