Enski boltinn

Gylfi valinn besti leikmaður marsmánaðar í ensku b-deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Mynd/Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson var í dag valinn besti leikmaður ensku b-deildarinnar í fótbolta fyrir marsmánuð en hann hefur spilað frábærlega með Reading að undanförnu.

Gylfi Þór skoraði fimm mörk í sex leikjum í mánuðinum, hann skoraði tvö mörk á móti Bristol City, sigurmörk á móti Queens Park Rangers og Leicester og svo eina mark Reading í jafntefli á móti West Bromwich Albion.

Þeir sem komu líka til greina fyrir þessi verðlaun voru Peter Lovenkrands hjá Newcastle United, Adel Taarabt hjá Queens Park Rangers og Graham Dorrans hjá West Bromwich Albion.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×