Umfjöllun: Sanngjörn niðurstaða á Hlíðarenda Elvar Geir Magnússon skrifar 10. maí 2010 18:15 Gunnar Már Guðmundsson í baráttu við Hauk Pál Sigurðsson í kvöld. Mynd/Stefán Valur og FH skildu jöfn, 2-2, í opnunarleik Pepsi-deildar karla á Vodafone-vellinum í kvöld, en Valsmenn komust tvívegis yfir í leiknum. Jafnræði var með liðunum í leiknum og jafnteflið sanngjörn niðurstaða. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað en fyrsta alvöru færið fengu heimamenn. Arnar Sveinn Geirsson sendi þá á danska sóknarmanninn Danni König sem var kominn í ákjósanlegt færi en Gunnleifur Gunnleifsson varði í markinu. Arnar lagði svo aftur upp á König á 36. mínútu en að þessu sinni náði Gunnleifur ekki að verja og staðan orðin 1-0. Fram að þessu marki hafði ekki mikið merkilegt gerst en markið opnaði leikinn. Aðeins þremur mínútum eftir mark König náði FH að jafna í 1-1. Atli Viðar Björnsson skoraði eftir að Hákon Atli Hallfreðsson hafði vippað boltanum skemmtilega yfir vörn Valsmanna. FH-ingar voru síðan sterkara liðið út hálfleikinn en staðan 1-1 þegar Kristinn Jakobsson flautaði til hálfleiks. Valsmenn lögðu sig alla fram gegn Íslandsmeisturunum og komust yfir á 66. mínútu. Varnarlína FH var ansi óörugg í leiknum og Freyr Bjarnason gerði herfileg mistök sem kostaði mark. Arnar Sveinn kórónaði flottan leik sinn með því að skora. En FH-ingar áttu lokaorðið á 83. mínútu. Reynir Leósson var þá dæmdur brotlegur innan teigs eftir að Matthías Vilhjálmsson hafði fallið. Gunnar Már Guðmundsson, fyrrum herra Fjölnir, steig á punktinn. Spyrna hans var slök en Kjartan Sturluson, markvörður Vals, náði þó ekki að verja og úrslitin 2-2. FH var án Atla Guðnasonar sem er meiddur og horfði á í stúkunni. Fleiri lykilmenn hafa átt við meiðsli að stríða og Matthías og Hjörtur Logi Valgarðsson byrjuðu báðir á bekknum. Í vörnina var mættur ungur strákur, Hafþór Þrastarson. FH-ingar náðu ekki upp nægilega góðu flæði í leik sinn, áttu ágætis rispur en voru heilt yfir langt frá sínu besta. Valsmenn börðust vel. Stígandi var í leik þeirra á undirbúningstímabilinu og þeir geta gert mun betri hluti en spár hafa sagt til um. Leikurinn var allavega fínasta skemmtun og lofar góðu varðandi fótboltasumarið sem nú er hafið. Valur - FH 2-21-0 Danni König (36.) 1-1 Atli Viðar Björnsson (39.) 2-1 Arnar Sveinn Geirsson (66.) 2-2 Gunnar Már Guðmundsson (víti 82.) Áhorfendur: 1.796Dómari: Kristinn Jakobsson 7 Skot (á mark): 7-10 (4-6)Varin skot: Kjartan 4 - Gunnleifur 2Horn: 10-8Aukaspyrnur fengnar: 12-9Rangstöður: 4-2 Valur 4-3-3 Kjartan Sturluson 6 Stefán Eggertsson 5 Atli Sveinn Þórarinsson 6 Reynir Leósson 5 Martin Pederson 6 Haukur Páll Sigurðsson 7 Ian Jeffs 6 (85. Sigurbjörn Hreiðarsson -) Rúnar Már Sigurjónsson 5 Baldur Aðalsteinsson 7 (77. Hafþór Ægir Vilhjálmsson -) Arnar Sveinn Geirsson 8* - Maður leiksins Danni König 7 (82. Viktor Unnar Illugason -)FH 4-3-3 Gunnleifur Gunnleifsson 6 Guðmundur Sævarsson 6 Pétur Viðarsson 5 Hafþór Þrastarson 5 Freyr Bjarnason 4 Gunnar Már Guðmundsson 6 Björn Daníel Sverrisson 6 Hákon Atli Hallfreðsson 6 (57. Matthías Vilhjámsson 6) Ólafur Páll Snorrason 7 Atli Viðar Björnsson 7 (79. Hjörtur Logi Valgarðsson -) Torger Motland 5 Smelltu hér til að opna Boltavaktina: Valur - FH. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Gunnleifur: Verðum að gera betur Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður FH, segir að liðið þurfi að fara yfir ýmislegt eftir jafnteflið gegn Val í kvöld 2-2. 10. maí 2010 22:08 Gunnlaugur: Nokkuð gott hjá okkur Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals, var ánægður með frammistöðu síns liðs gegn FH í kvöld. Hann var þó svekktur yfir því að hafa ekki náð öllum stigunum. 10. maí 2010 21:57 Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjá meira
Valur og FH skildu jöfn, 2-2, í opnunarleik Pepsi-deildar karla á Vodafone-vellinum í kvöld, en Valsmenn komust tvívegis yfir í leiknum. Jafnræði var með liðunum í leiknum og jafnteflið sanngjörn niðurstaða. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað en fyrsta alvöru færið fengu heimamenn. Arnar Sveinn Geirsson sendi þá á danska sóknarmanninn Danni König sem var kominn í ákjósanlegt færi en Gunnleifur Gunnleifsson varði í markinu. Arnar lagði svo aftur upp á König á 36. mínútu en að þessu sinni náði Gunnleifur ekki að verja og staðan orðin 1-0. Fram að þessu marki hafði ekki mikið merkilegt gerst en markið opnaði leikinn. Aðeins þremur mínútum eftir mark König náði FH að jafna í 1-1. Atli Viðar Björnsson skoraði eftir að Hákon Atli Hallfreðsson hafði vippað boltanum skemmtilega yfir vörn Valsmanna. FH-ingar voru síðan sterkara liðið út hálfleikinn en staðan 1-1 þegar Kristinn Jakobsson flautaði til hálfleiks. Valsmenn lögðu sig alla fram gegn Íslandsmeisturunum og komust yfir á 66. mínútu. Varnarlína FH var ansi óörugg í leiknum og Freyr Bjarnason gerði herfileg mistök sem kostaði mark. Arnar Sveinn kórónaði flottan leik sinn með því að skora. En FH-ingar áttu lokaorðið á 83. mínútu. Reynir Leósson var þá dæmdur brotlegur innan teigs eftir að Matthías Vilhjálmsson hafði fallið. Gunnar Már Guðmundsson, fyrrum herra Fjölnir, steig á punktinn. Spyrna hans var slök en Kjartan Sturluson, markvörður Vals, náði þó ekki að verja og úrslitin 2-2. FH var án Atla Guðnasonar sem er meiddur og horfði á í stúkunni. Fleiri lykilmenn hafa átt við meiðsli að stríða og Matthías og Hjörtur Logi Valgarðsson byrjuðu báðir á bekknum. Í vörnina var mættur ungur strákur, Hafþór Þrastarson. FH-ingar náðu ekki upp nægilega góðu flæði í leik sinn, áttu ágætis rispur en voru heilt yfir langt frá sínu besta. Valsmenn börðust vel. Stígandi var í leik þeirra á undirbúningstímabilinu og þeir geta gert mun betri hluti en spár hafa sagt til um. Leikurinn var allavega fínasta skemmtun og lofar góðu varðandi fótboltasumarið sem nú er hafið. Valur - FH 2-21-0 Danni König (36.) 1-1 Atli Viðar Björnsson (39.) 2-1 Arnar Sveinn Geirsson (66.) 2-2 Gunnar Már Guðmundsson (víti 82.) Áhorfendur: 1.796Dómari: Kristinn Jakobsson 7 Skot (á mark): 7-10 (4-6)Varin skot: Kjartan 4 - Gunnleifur 2Horn: 10-8Aukaspyrnur fengnar: 12-9Rangstöður: 4-2 Valur 4-3-3 Kjartan Sturluson 6 Stefán Eggertsson 5 Atli Sveinn Þórarinsson 6 Reynir Leósson 5 Martin Pederson 6 Haukur Páll Sigurðsson 7 Ian Jeffs 6 (85. Sigurbjörn Hreiðarsson -) Rúnar Már Sigurjónsson 5 Baldur Aðalsteinsson 7 (77. Hafþór Ægir Vilhjálmsson -) Arnar Sveinn Geirsson 8* - Maður leiksins Danni König 7 (82. Viktor Unnar Illugason -)FH 4-3-3 Gunnleifur Gunnleifsson 6 Guðmundur Sævarsson 6 Pétur Viðarsson 5 Hafþór Þrastarson 5 Freyr Bjarnason 4 Gunnar Már Guðmundsson 6 Björn Daníel Sverrisson 6 Hákon Atli Hallfreðsson 6 (57. Matthías Vilhjámsson 6) Ólafur Páll Snorrason 7 Atli Viðar Björnsson 7 (79. Hjörtur Logi Valgarðsson -) Torger Motland 5 Smelltu hér til að opna Boltavaktina: Valur - FH.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Gunnleifur: Verðum að gera betur Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður FH, segir að liðið þurfi að fara yfir ýmislegt eftir jafnteflið gegn Val í kvöld 2-2. 10. maí 2010 22:08 Gunnlaugur: Nokkuð gott hjá okkur Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals, var ánægður með frammistöðu síns liðs gegn FH í kvöld. Hann var þó svekktur yfir því að hafa ekki náð öllum stigunum. 10. maí 2010 21:57 Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjá meira
Gunnleifur: Verðum að gera betur Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður FH, segir að liðið þurfi að fara yfir ýmislegt eftir jafnteflið gegn Val í kvöld 2-2. 10. maí 2010 22:08
Gunnlaugur: Nokkuð gott hjá okkur Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals, var ánægður með frammistöðu síns liðs gegn FH í kvöld. Hann var þó svekktur yfir því að hafa ekki náð öllum stigunum. 10. maí 2010 21:57