Innlent

Snjólaust á Esjunni

Esjan er nú loks orðin snjólaus og er þetta níunda árið í röð sem það gerist. Síðasti skaflinn í suðurhlíðum Esjunnar, í Gunnlaugsskarði, bráðnaði í rigningartíðinni uppá síðkastið.

Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur Stöðvar 2 segir þetta alltaf vera nokkur tíðindi þar sem snjórinn hverfi ekki nema á hlýskeiðum.

Hann segir þetta lengsta samfelda tímabil sumra þar sem snjó tekur upp í skarðinu en á árunum 1965 til 1997 hvarf skaflinn aldrei. Lengsta tímabil snjóleysis sem áður er þekkt eru árin 1932 til 1936.

Snjóinn tók upp óvenju seint þetta árið miðað við árin á undan, en oftast hefur snjórinn verið farinn í ágústmánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×