Innlent

Flótti úr Framsókn

Pétur Gunnarsson hættur í Framsókn.
Pétur Gunnarsson hættur í Framsókn.

Pétur Gunnarsson hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum. Hann er þá þriðji framsóknarmaðurinn sem segir sig úr flokknum á stuttu tímabili, fyrir eru það þeir Þráinn Bertelsson rithöfundur og Sævar Cesielski.

Pétur tilkynnti afsögn sína á Facebook-síðu sem hann heldur úti í síðustu viku, en þar sagðist hann ósáttur við efnahagstillögu Framsóknarflokksins um niðurfellingu skulda. Sjálfur segir hann á heimasíðu sinni að um „hrægammakapitalisma" sé að ræða.

Pétur er blaðamaður en starfaði um stutt skeið sem aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur á meðan hún gengdi formennsku í FramsóknarflokknumTengd skjölAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.