Enski boltinn

Diouf fagnar baulinu

NordicPhotos/GettyImages

Senegalmaðurinn El Hadji-Diouf sem nýverið gekk í raðir Blackburn frá Sunderland, segist þrífast á því þegar stuðningsmenn mótherjans baula á hann í leikjum.

Diouf fær væntanlega að spila með Blackburn í fyrsta sinn klukkan 15 í dag þegar liðið tekur á móti Aston Villa, en hann er staðráðinn í að hjálpa Sam Allardyce að halda liðinu í deildinni, en hann lék áður undir stjórn Stóra-Sam þegar hann var hjá Bolton.

"Ég elska þegar stuðningsmennirnir baula á mig," sagði Diouf í samtali við Daily Express, en hann hefur aldrei verið sérlega vinsæll leikmaður í úrvalsdeildinni.

"Ég gef mig alltaf 100% í hvern einasta leik. Ég gerði það þegar ég var hjá Bolton og nú mun ég gera það fyrir Blackburn. Ég er kominn hingað til að leggja hart að mér, gleðja stuðningsmennina og halda liðinu uppi í úrvalsdeildinni," sagði Diouf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×