Man. Utd vann í vítaspyrnukeppni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. mars 2009 14:57 Ben Foster var hetja United í vítakeppninni Nordic Photos/Getty Images Manchester United vann enska deildarbikarinn í dag með því að sigra Tottenham eftir vítaspyrnukeppni. Ekkert var skorað í venjulegum leiktíma né framlengingu. Vísir lýsti leiknum beint og má lesa þá lýsingu hér að neðan. Lið Man. Utd.: Ben Foster - John O´Shea, Rio Ferdinand, Jonny Evans, Patrice Evra - Cristiano Ronaldo, Paul Scholes, Darron Gibson, Nani - Carlos Tevez, Danny Welbeck. Lið Tottenham: Heurelho Gomes - Vedran Corluka, Michael Dawson, Ledley King, Benoit Assou-Ekotto - Aaron Lennon, Jermaine Jenas, Didier Zokora, Luka Modric - Darren Bent, Roman Pavlyuchenko. -------------------------------------------------------------------------------------------- 4-1: Anderson skorar örugglega og tryggir Man. Utd titilinn. 3-1: Bentley skýtur framhjá. 3-1: Ronaldo öruggur. 2-1: Corluka skorar. 2-0: Tevez skorar. 1-0: Foster ver frá O´Hara. 1-0: Ryan Giggs tekur fyrsta vítið. Öruggt víti. 120. mín: Búið og vítaspyrnukeppni framundan. 119. mín: Patrice Evra með svakalegt skot rétt yfir markið. 116. mín: Darren Bent með fínt skot en Foster varði vel. Annars fátt um fína drætti og styttist í vítaspyrnukeppnina. 110. mín: Leikmenn orðnir afar þreyttir. United þó líklegri aðilinn en boltinn gengur hægt. 105. mín: Hálfleikur kominn í framlengingunni. Tevez átti skalla rétt fram hjá skömmu áður en blásið var til leikhlés. Þar á undan átti Bale góðan sprett en tapaði boltanum þegar hann hefði getað lagt hann á Bent sem var í opnu færi. 102. mín: David Bentley kemur inn fyrir Aaron Lennon sem meiddist. Áfall fyrir Spurs enda Lennon líklega verið besti maður vallarins. 99. mín: Gareth Bale kemur inn á fyrir Jermaine Jenas. Ekkert að gerast og léttur göngubolti í gangi. 95. mín: Framlengingin fer ákaflega hægt af stað. 91. mín: Ryan Giggs kemur af bekknum í upphafi framlengingarinnar. Darron Gibson yfirgefur svæðið. 90+2. mín: Ronaldo með skot í stöng 30 sekúndum fyrir leikslok. Spurs stálheppnir. Skömmu síðar flautað af og það er framlengt. 89. mín: Engin færi og stutt í framlengingu sem er líklega ekki vinsæll kostur hjá báðum liðum. 83. mín: Enn allt í járnum. Þessi leikur gæti farið í framlengingu. 77. mín: Nemanja Vidic kemur af bekknum í stað O´Shea sem haltrar af velli. 71. mín: Aaron Lennon í sannkölluðu dauðafæri en Ben Foster varði vel. Þarna slapp United fyrir horn. 67. mín: Ronaldo fær gult fyrir leikaraskap. Sjálfur vildi hann fá víti. Umdeilt atvik enda var klárlega snerting. 65. mín: Jamie O´Hara kemur af bekknum fyrir Pavlyuchenko sem virtist ekki par sáttur með að fara af velli. 61. mín: Tevez í ágætu færi en reynir að vera töff og skora með hælnum en það gengur ekki. 56. mín: Fyrsta skipting leiksins. Anderson kemur inn fyrir Welbeck sem fann sig ekki í leiknum. 55. mín: Stál í stál þessa stundina. 48. mín: Ronaldo komst í fínt færi en gaf boltann í stað þess að skjóta. Færið rann út í sandinn. Hálfleikur: Markalaust í leikhléi. Engin opin færi litið dagsins ljós en United sterkari aðilinn í leiknum. Aaron Lennon hefur verið skæðasti leikmaður hálfleiksins og farið á köflum illa með Patrice Evra. 40. mín: Leikurinn rólegur og frekar jafn þessa stundina. United að gera sig seka um slæma sendingafeila. Nani búinn að vera sérstaklega slakur. 35. mín: Sóknarlotur Spurs eru nokkuð skæðar og það er helst Aaron Lennon sem skapar usla. Hann var að gefa fínan bolta á Pavlyuchenko en skalli hans var slakur. 31. mín: Greiðslan á Carlos Tevez vekur helst athygli þessa stundina. Það er engu líkara en hann hafi farið í sturtu rétt fyrir leik, sleppt því að þurrka sér og hent sér í búninginn. Darren Bent átti síðan fyrsta skot Spurs í leiknum eftir tæplega hálftíma leik. 28. mín: Leikurinn er rólegur í augnablikinu og fátt um fína drætti. United stýrir umferðinni algjörlega sem fyrr. 24. mín: Rio Ferdinand með magnað skot fyrir utan teig sem fór rétt yfir markið. 20. mín: Loksins má líf hjá Spurs sem var að ná sinni fyrstu alvöru sókn. Ben Foster í smá skógarhlaup og litlu munaði að Pavlyuchenko skoraði fyrir Spurs. 17. mín: Algjör einstefna að marki Spurs. Varnarmenn Spurs ekki alveg á tánum og gengur hreinlega illa að hreinsa boltann út úr teignum. 13. mín: Darron Gibson með frábært skot að marki utan teigs. Sveif rétt fram hjá marki Spurs. Markið virðist liggja í loftinu enda yfirburðir United miklir í upphafi leiks. 11. mín: Tottenham aðeins að ná áttum í leiknum. Vörnin skárri en fjarri því að ógna marki United á hinum vallarhelmingnum. 7. mín: Man. Utd byrjar leikinn mun betur og þjarmar að Tottenham. Ronaldo átti skot beint á Gomes og svo komst Welbeck í færi en var of seinn að athafna sig. 2. mín: Wayne Rooney er ekki í liði United eins og búist var við. Hann er ekki einu sinni í hópnum. Enski boltinn Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Fleiri fréttir Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace Sjá meira
Manchester United vann enska deildarbikarinn í dag með því að sigra Tottenham eftir vítaspyrnukeppni. Ekkert var skorað í venjulegum leiktíma né framlengingu. Vísir lýsti leiknum beint og má lesa þá lýsingu hér að neðan. Lið Man. Utd.: Ben Foster - John O´Shea, Rio Ferdinand, Jonny Evans, Patrice Evra - Cristiano Ronaldo, Paul Scholes, Darron Gibson, Nani - Carlos Tevez, Danny Welbeck. Lið Tottenham: Heurelho Gomes - Vedran Corluka, Michael Dawson, Ledley King, Benoit Assou-Ekotto - Aaron Lennon, Jermaine Jenas, Didier Zokora, Luka Modric - Darren Bent, Roman Pavlyuchenko. -------------------------------------------------------------------------------------------- 4-1: Anderson skorar örugglega og tryggir Man. Utd titilinn. 3-1: Bentley skýtur framhjá. 3-1: Ronaldo öruggur. 2-1: Corluka skorar. 2-0: Tevez skorar. 1-0: Foster ver frá O´Hara. 1-0: Ryan Giggs tekur fyrsta vítið. Öruggt víti. 120. mín: Búið og vítaspyrnukeppni framundan. 119. mín: Patrice Evra með svakalegt skot rétt yfir markið. 116. mín: Darren Bent með fínt skot en Foster varði vel. Annars fátt um fína drætti og styttist í vítaspyrnukeppnina. 110. mín: Leikmenn orðnir afar þreyttir. United þó líklegri aðilinn en boltinn gengur hægt. 105. mín: Hálfleikur kominn í framlengingunni. Tevez átti skalla rétt fram hjá skömmu áður en blásið var til leikhlés. Þar á undan átti Bale góðan sprett en tapaði boltanum þegar hann hefði getað lagt hann á Bent sem var í opnu færi. 102. mín: David Bentley kemur inn fyrir Aaron Lennon sem meiddist. Áfall fyrir Spurs enda Lennon líklega verið besti maður vallarins. 99. mín: Gareth Bale kemur inn á fyrir Jermaine Jenas. Ekkert að gerast og léttur göngubolti í gangi. 95. mín: Framlengingin fer ákaflega hægt af stað. 91. mín: Ryan Giggs kemur af bekknum í upphafi framlengingarinnar. Darron Gibson yfirgefur svæðið. 90+2. mín: Ronaldo með skot í stöng 30 sekúndum fyrir leikslok. Spurs stálheppnir. Skömmu síðar flautað af og það er framlengt. 89. mín: Engin færi og stutt í framlengingu sem er líklega ekki vinsæll kostur hjá báðum liðum. 83. mín: Enn allt í járnum. Þessi leikur gæti farið í framlengingu. 77. mín: Nemanja Vidic kemur af bekknum í stað O´Shea sem haltrar af velli. 71. mín: Aaron Lennon í sannkölluðu dauðafæri en Ben Foster varði vel. Þarna slapp United fyrir horn. 67. mín: Ronaldo fær gult fyrir leikaraskap. Sjálfur vildi hann fá víti. Umdeilt atvik enda var klárlega snerting. 65. mín: Jamie O´Hara kemur af bekknum fyrir Pavlyuchenko sem virtist ekki par sáttur með að fara af velli. 61. mín: Tevez í ágætu færi en reynir að vera töff og skora með hælnum en það gengur ekki. 56. mín: Fyrsta skipting leiksins. Anderson kemur inn fyrir Welbeck sem fann sig ekki í leiknum. 55. mín: Stál í stál þessa stundina. 48. mín: Ronaldo komst í fínt færi en gaf boltann í stað þess að skjóta. Færið rann út í sandinn. Hálfleikur: Markalaust í leikhléi. Engin opin færi litið dagsins ljós en United sterkari aðilinn í leiknum. Aaron Lennon hefur verið skæðasti leikmaður hálfleiksins og farið á köflum illa með Patrice Evra. 40. mín: Leikurinn rólegur og frekar jafn þessa stundina. United að gera sig seka um slæma sendingafeila. Nani búinn að vera sérstaklega slakur. 35. mín: Sóknarlotur Spurs eru nokkuð skæðar og það er helst Aaron Lennon sem skapar usla. Hann var að gefa fínan bolta á Pavlyuchenko en skalli hans var slakur. 31. mín: Greiðslan á Carlos Tevez vekur helst athygli þessa stundina. Það er engu líkara en hann hafi farið í sturtu rétt fyrir leik, sleppt því að þurrka sér og hent sér í búninginn. Darren Bent átti síðan fyrsta skot Spurs í leiknum eftir tæplega hálftíma leik. 28. mín: Leikurinn er rólegur í augnablikinu og fátt um fína drætti. United stýrir umferðinni algjörlega sem fyrr. 24. mín: Rio Ferdinand með magnað skot fyrir utan teig sem fór rétt yfir markið. 20. mín: Loksins má líf hjá Spurs sem var að ná sinni fyrstu alvöru sókn. Ben Foster í smá skógarhlaup og litlu munaði að Pavlyuchenko skoraði fyrir Spurs. 17. mín: Algjör einstefna að marki Spurs. Varnarmenn Spurs ekki alveg á tánum og gengur hreinlega illa að hreinsa boltann út úr teignum. 13. mín: Darron Gibson með frábært skot að marki utan teigs. Sveif rétt fram hjá marki Spurs. Markið virðist liggja í loftinu enda yfirburðir United miklir í upphafi leiks. 11. mín: Tottenham aðeins að ná áttum í leiknum. Vörnin skárri en fjarri því að ógna marki United á hinum vallarhelmingnum. 7. mín: Man. Utd byrjar leikinn mun betur og þjarmar að Tottenham. Ronaldo átti skot beint á Gomes og svo komst Welbeck í færi en var of seinn að athafna sig. 2. mín: Wayne Rooney er ekki í liði United eins og búist var við. Hann er ekki einu sinni í hópnum.
Enski boltinn Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Fleiri fréttir Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace Sjá meira