Man. Utd vann í vítaspyrnukeppni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. mars 2009 14:57 Ben Foster var hetja United í vítakeppninni Nordic Photos/Getty Images Manchester United vann enska deildarbikarinn í dag með því að sigra Tottenham eftir vítaspyrnukeppni. Ekkert var skorað í venjulegum leiktíma né framlengingu. Vísir lýsti leiknum beint og má lesa þá lýsingu hér að neðan. Lið Man. Utd.: Ben Foster - John O´Shea, Rio Ferdinand, Jonny Evans, Patrice Evra - Cristiano Ronaldo, Paul Scholes, Darron Gibson, Nani - Carlos Tevez, Danny Welbeck. Lið Tottenham: Heurelho Gomes - Vedran Corluka, Michael Dawson, Ledley King, Benoit Assou-Ekotto - Aaron Lennon, Jermaine Jenas, Didier Zokora, Luka Modric - Darren Bent, Roman Pavlyuchenko. -------------------------------------------------------------------------------------------- 4-1: Anderson skorar örugglega og tryggir Man. Utd titilinn. 3-1: Bentley skýtur framhjá. 3-1: Ronaldo öruggur. 2-1: Corluka skorar. 2-0: Tevez skorar. 1-0: Foster ver frá O´Hara. 1-0: Ryan Giggs tekur fyrsta vítið. Öruggt víti. 120. mín: Búið og vítaspyrnukeppni framundan. 119. mín: Patrice Evra með svakalegt skot rétt yfir markið. 116. mín: Darren Bent með fínt skot en Foster varði vel. Annars fátt um fína drætti og styttist í vítaspyrnukeppnina. 110. mín: Leikmenn orðnir afar þreyttir. United þó líklegri aðilinn en boltinn gengur hægt. 105. mín: Hálfleikur kominn í framlengingunni. Tevez átti skalla rétt fram hjá skömmu áður en blásið var til leikhlés. Þar á undan átti Bale góðan sprett en tapaði boltanum þegar hann hefði getað lagt hann á Bent sem var í opnu færi. 102. mín: David Bentley kemur inn fyrir Aaron Lennon sem meiddist. Áfall fyrir Spurs enda Lennon líklega verið besti maður vallarins. 99. mín: Gareth Bale kemur inn á fyrir Jermaine Jenas. Ekkert að gerast og léttur göngubolti í gangi. 95. mín: Framlengingin fer ákaflega hægt af stað. 91. mín: Ryan Giggs kemur af bekknum í upphafi framlengingarinnar. Darron Gibson yfirgefur svæðið. 90+2. mín: Ronaldo með skot í stöng 30 sekúndum fyrir leikslok. Spurs stálheppnir. Skömmu síðar flautað af og það er framlengt. 89. mín: Engin færi og stutt í framlengingu sem er líklega ekki vinsæll kostur hjá báðum liðum. 83. mín: Enn allt í járnum. Þessi leikur gæti farið í framlengingu. 77. mín: Nemanja Vidic kemur af bekknum í stað O´Shea sem haltrar af velli. 71. mín: Aaron Lennon í sannkölluðu dauðafæri en Ben Foster varði vel. Þarna slapp United fyrir horn. 67. mín: Ronaldo fær gult fyrir leikaraskap. Sjálfur vildi hann fá víti. Umdeilt atvik enda var klárlega snerting. 65. mín: Jamie O´Hara kemur af bekknum fyrir Pavlyuchenko sem virtist ekki par sáttur með að fara af velli. 61. mín: Tevez í ágætu færi en reynir að vera töff og skora með hælnum en það gengur ekki. 56. mín: Fyrsta skipting leiksins. Anderson kemur inn fyrir Welbeck sem fann sig ekki í leiknum. 55. mín: Stál í stál þessa stundina. 48. mín: Ronaldo komst í fínt færi en gaf boltann í stað þess að skjóta. Færið rann út í sandinn. Hálfleikur: Markalaust í leikhléi. Engin opin færi litið dagsins ljós en United sterkari aðilinn í leiknum. Aaron Lennon hefur verið skæðasti leikmaður hálfleiksins og farið á köflum illa með Patrice Evra. 40. mín: Leikurinn rólegur og frekar jafn þessa stundina. United að gera sig seka um slæma sendingafeila. Nani búinn að vera sérstaklega slakur. 35. mín: Sóknarlotur Spurs eru nokkuð skæðar og það er helst Aaron Lennon sem skapar usla. Hann var að gefa fínan bolta á Pavlyuchenko en skalli hans var slakur. 31. mín: Greiðslan á Carlos Tevez vekur helst athygli þessa stundina. Það er engu líkara en hann hafi farið í sturtu rétt fyrir leik, sleppt því að þurrka sér og hent sér í búninginn. Darren Bent átti síðan fyrsta skot Spurs í leiknum eftir tæplega hálftíma leik. 28. mín: Leikurinn er rólegur í augnablikinu og fátt um fína drætti. United stýrir umferðinni algjörlega sem fyrr. 24. mín: Rio Ferdinand með magnað skot fyrir utan teig sem fór rétt yfir markið. 20. mín: Loksins má líf hjá Spurs sem var að ná sinni fyrstu alvöru sókn. Ben Foster í smá skógarhlaup og litlu munaði að Pavlyuchenko skoraði fyrir Spurs. 17. mín: Algjör einstefna að marki Spurs. Varnarmenn Spurs ekki alveg á tánum og gengur hreinlega illa að hreinsa boltann út úr teignum. 13. mín: Darron Gibson með frábært skot að marki utan teigs. Sveif rétt fram hjá marki Spurs. Markið virðist liggja í loftinu enda yfirburðir United miklir í upphafi leiks. 11. mín: Tottenham aðeins að ná áttum í leiknum. Vörnin skárri en fjarri því að ógna marki United á hinum vallarhelmingnum. 7. mín: Man. Utd byrjar leikinn mun betur og þjarmar að Tottenham. Ronaldo átti skot beint á Gomes og svo komst Welbeck í færi en var of seinn að athafna sig. 2. mín: Wayne Rooney er ekki í liði United eins og búist var við. Hann er ekki einu sinni í hópnum. Enski boltinn Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Fleiri fréttir Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Sjá meira
Manchester United vann enska deildarbikarinn í dag með því að sigra Tottenham eftir vítaspyrnukeppni. Ekkert var skorað í venjulegum leiktíma né framlengingu. Vísir lýsti leiknum beint og má lesa þá lýsingu hér að neðan. Lið Man. Utd.: Ben Foster - John O´Shea, Rio Ferdinand, Jonny Evans, Patrice Evra - Cristiano Ronaldo, Paul Scholes, Darron Gibson, Nani - Carlos Tevez, Danny Welbeck. Lið Tottenham: Heurelho Gomes - Vedran Corluka, Michael Dawson, Ledley King, Benoit Assou-Ekotto - Aaron Lennon, Jermaine Jenas, Didier Zokora, Luka Modric - Darren Bent, Roman Pavlyuchenko. -------------------------------------------------------------------------------------------- 4-1: Anderson skorar örugglega og tryggir Man. Utd titilinn. 3-1: Bentley skýtur framhjá. 3-1: Ronaldo öruggur. 2-1: Corluka skorar. 2-0: Tevez skorar. 1-0: Foster ver frá O´Hara. 1-0: Ryan Giggs tekur fyrsta vítið. Öruggt víti. 120. mín: Búið og vítaspyrnukeppni framundan. 119. mín: Patrice Evra með svakalegt skot rétt yfir markið. 116. mín: Darren Bent með fínt skot en Foster varði vel. Annars fátt um fína drætti og styttist í vítaspyrnukeppnina. 110. mín: Leikmenn orðnir afar þreyttir. United þó líklegri aðilinn en boltinn gengur hægt. 105. mín: Hálfleikur kominn í framlengingunni. Tevez átti skalla rétt fram hjá skömmu áður en blásið var til leikhlés. Þar á undan átti Bale góðan sprett en tapaði boltanum þegar hann hefði getað lagt hann á Bent sem var í opnu færi. 102. mín: David Bentley kemur inn fyrir Aaron Lennon sem meiddist. Áfall fyrir Spurs enda Lennon líklega verið besti maður vallarins. 99. mín: Gareth Bale kemur inn á fyrir Jermaine Jenas. Ekkert að gerast og léttur göngubolti í gangi. 95. mín: Framlengingin fer ákaflega hægt af stað. 91. mín: Ryan Giggs kemur af bekknum í upphafi framlengingarinnar. Darron Gibson yfirgefur svæðið. 90+2. mín: Ronaldo með skot í stöng 30 sekúndum fyrir leikslok. Spurs stálheppnir. Skömmu síðar flautað af og það er framlengt. 89. mín: Engin færi og stutt í framlengingu sem er líklega ekki vinsæll kostur hjá báðum liðum. 83. mín: Enn allt í járnum. Þessi leikur gæti farið í framlengingu. 77. mín: Nemanja Vidic kemur af bekknum í stað O´Shea sem haltrar af velli. 71. mín: Aaron Lennon í sannkölluðu dauðafæri en Ben Foster varði vel. Þarna slapp United fyrir horn. 67. mín: Ronaldo fær gult fyrir leikaraskap. Sjálfur vildi hann fá víti. Umdeilt atvik enda var klárlega snerting. 65. mín: Jamie O´Hara kemur af bekknum fyrir Pavlyuchenko sem virtist ekki par sáttur með að fara af velli. 61. mín: Tevez í ágætu færi en reynir að vera töff og skora með hælnum en það gengur ekki. 56. mín: Fyrsta skipting leiksins. Anderson kemur inn fyrir Welbeck sem fann sig ekki í leiknum. 55. mín: Stál í stál þessa stundina. 48. mín: Ronaldo komst í fínt færi en gaf boltann í stað þess að skjóta. Færið rann út í sandinn. Hálfleikur: Markalaust í leikhléi. Engin opin færi litið dagsins ljós en United sterkari aðilinn í leiknum. Aaron Lennon hefur verið skæðasti leikmaður hálfleiksins og farið á köflum illa með Patrice Evra. 40. mín: Leikurinn rólegur og frekar jafn þessa stundina. United að gera sig seka um slæma sendingafeila. Nani búinn að vera sérstaklega slakur. 35. mín: Sóknarlotur Spurs eru nokkuð skæðar og það er helst Aaron Lennon sem skapar usla. Hann var að gefa fínan bolta á Pavlyuchenko en skalli hans var slakur. 31. mín: Greiðslan á Carlos Tevez vekur helst athygli þessa stundina. Það er engu líkara en hann hafi farið í sturtu rétt fyrir leik, sleppt því að þurrka sér og hent sér í búninginn. Darren Bent átti síðan fyrsta skot Spurs í leiknum eftir tæplega hálftíma leik. 28. mín: Leikurinn er rólegur í augnablikinu og fátt um fína drætti. United stýrir umferðinni algjörlega sem fyrr. 24. mín: Rio Ferdinand með magnað skot fyrir utan teig sem fór rétt yfir markið. 20. mín: Loksins má líf hjá Spurs sem var að ná sinni fyrstu alvöru sókn. Ben Foster í smá skógarhlaup og litlu munaði að Pavlyuchenko skoraði fyrir Spurs. 17. mín: Algjör einstefna að marki Spurs. Varnarmenn Spurs ekki alveg á tánum og gengur hreinlega illa að hreinsa boltann út úr teignum. 13. mín: Darron Gibson með frábært skot að marki utan teigs. Sveif rétt fram hjá marki Spurs. Markið virðist liggja í loftinu enda yfirburðir United miklir í upphafi leiks. 11. mín: Tottenham aðeins að ná áttum í leiknum. Vörnin skárri en fjarri því að ógna marki United á hinum vallarhelmingnum. 7. mín: Man. Utd byrjar leikinn mun betur og þjarmar að Tottenham. Ronaldo átti skot beint á Gomes og svo komst Welbeck í færi en var of seinn að athafna sig. 2. mín: Wayne Rooney er ekki í liði United eins og búist var við. Hann er ekki einu sinni í hópnum.
Enski boltinn Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Fleiri fréttir Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Sjá meira