Fótbolti

Lippi: Messi, Ronaldo og Zlatan kæmust ekki í HM-lið Ítala

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi, Xavi og Zlatan Ibrahimovic hjá Barcelona.
Lionel Messi, Xavi og Zlatan Ibrahimovic hjá Barcelona. Mynd/AFP

Marcello Lippi, þjálfari ítalska landsliðsins, segir það að hafa súperstjörnur eins Lionel Messi og Cristiano Ronaldo skili sér ekki alltaf í góðum árangri liða. Hann segist frekar hafa samheldan hóp en einhverja af bestu leikmönnum heims.

„Þegar maður býr til sigurlið þá er nauðsynlegt að hafa hóp leikmanna sem setja hag liðsins í fyrsta sæti en eru ekki uppteknir að því hversu góðir þeir eru," segir Lippi í viðtali við La Repubblica.

„Lið sem eru byggð upp af slíkum leikmönnum í bland við menn sem eiga að þjónusta þá inn á vellinum ná aldrei þeim stöðugleika sem oft er nauðsynlegur til að ná langt," segir Lippi.

„Sjáið bara Zlatan Ibrahimovic hjá Svíþjóð, Lionel Messi hjá Argentínu og Cristiano Ronaldo hjá Portúgal. Svíar komust ekki á HM og hin lentu í miklum vandræðum í undankeppninni. Það er betra að hafa góða liðsheild en bestu knattspyrnumenn heims," segir Lippi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×