Erlent

Handtökuskipun gefin út á fyrrum forseta Madagaskar

Andry Rajoelina, leiðtogi stjórnarandstöðunnar tók við völdum eftir að Marc Ravalomanana hrökklaðist frá. MYND/AP
Andry Rajoelina, leiðtogi stjórnarandstöðunnar tók við völdum eftir að Marc Ravalomanana hrökklaðist frá. MYND/AP
Andry Rajoelina nýr leiðtogi Madagacar hefur gefið út handtökuskipun á hendur Marc Ravalomanana sem hann steypti af stóli í síðasta mánuði. Christine Razanamahasoa dómsmálaráðherra sagði í yfirlýsingu í útvarpi fyrr í kvöld að fyrrum forsetinn hefði misnotað ríkisfé í forsetatíð sinni.

Rajoelina náði völdum með stuðningi hersins eftir óeirðaröldu sem ríkt hafði í landinu mánuðum saman. Hann tilkynnti einnig um nýjan forsætisráðherra sem heitir Manadafy Rakotonirina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×