Enski boltinn

Gerrard klár í fyrsta leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steven Gerrard í leik með Liverpool.
Steven Gerrard í leik með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Samkvæmt enskum fjölmiðlum verður Steven Gerrard orðinn klár í slaginn þegar að Liverpool mætir Tottenham í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn.

Gerrard þurfti að draga sig úr enska landliðshópnum fyrr í vikunni er hann meiddist á nára á æfingu. England mætir Hollandi í vináttulandsleik í kvöld.

Þetta eru góðar fréttir ef rétt reynist þar sem að nokkur meiðsli eru fyrir í leikmannahópi liðsins. Miðverðirnir Jamie Carragher, Martin Skrtel og Daniel Agger eru allir meiddir.

Þá er talið jafnvel líklegt að Fernando Torres sé meiddur en hann haltraði af velli í æfingaleik Liverpool og Atletico Madrid á laugardaginn síðastliðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×