Fótbolti

Bandaríkin unnu Danmörku í fyrsta leik Algarve-bikarsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Angie Woznuk skoraði fyrra mark bandaríska liðsins.
Angie Woznuk skoraði fyrra mark bandaríska liðsins. Mynd/GettyImages

Bandaríkin vann 2-0 sigur á Danmörku í opnunarleik riðils Íslands á Algarve Cup. Nnú er hafin leikur Íslands og Noregs. Bandaríkin hefur unnið Algarve-bikarinn síðustu tvö ár og alls fimm sinnum frá og með árinu 2003.

Angie Woznuk og Tina DiMartino skoruðu mörk bandaríska liðsins í leiknum en þau komu bæði í fyrri hálfleik. Næstu mótherjar bandaríska liðsins er íslenska landsliðið en þjóðirnar mætast í öðrum leik sínum í riðlinum á föstudaginn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×