Umfjöllun: Fylkir í annað sætið eftir sigur á KR Elvar Geir Magnússon skrifar 17. ágúst 2009 16:09 Mynd/Daníel Fylkismenn gerðu góða ferð í Vesturbæinn í kvöld og unnu hreint frábæran sigur á KR-ingum 4-2. Markalaust var í hálfleik en sex mörk voru á boðstólnum í seinni hálfleik. KR-ingar spiluðu betur í fyrri hálfleiknum en náðu ekki að finna leið framhjá Ólafi Þór Gunnarssyni í marki Fylkis. Baldur Sigurðsson fékk tvö dauðafæri sem ekki nýttust og þá bjargaði Einar Pétursson, varnarmaður Fylkis, á línu eftir skot Atla Jóhannssonar. Seinni hálfleikurinn byrjaði fjörlega og Fylkir náði forystunni þegar Albert Brynjar Ingason átti sendingu fyrir en Mark Rutgers, varnarmaður KR, setti boltann í eigið mark. Virkilega klaufalegt. KR-ingar voru áttavilltir og fengu síðan annað mark í andlitið stuttu seinna en þá skoraði Albert Brynjar. KR-ingar komu til baka og náðu að jafna í 2-2. Guðmundur Benediktsson skoraði með föstu skoti beint úr aukaspyrnu og svo jafnaði Björgólfur Takefusa úr vítaspyrnu. Vítið var dæmt eftir að togað var í Björgólf í teignum. Fylkismenn mótmæltu harðlega en ákvörðun dómarans að dæma víti var hárrétt. Fylkismönnum þyrsti meira í sigurinn og á 79. mínútu lagði Jóhann Þórhallsson upp mark fyrir Ingimund Níels Óskarsson, fyrrum leikmann KR. Það kom mörgum á óvart þegar KR ákváðu að sleppa Ingimundi í Fylki og sveið mörgum sárt að sjá hann ganga frá leiknum í kvöld. Hann skoraði síðan sjötta og síðasta mark leiksins eftir sendingu Halldórs Hilmissonar á lokamínútunni. Glæsilegur sigur Fylkis en liðið lék eins og það hefur gert í nánast allt sumar, af miklum krafti og ótrúlegri baráttugleði. Með þessum sigri komst liðið upp í annað sæti deildarinnar en ýttu KR-ingum sæti neðar. KR - Fylkir 2-4 0-1 Sjálfsmark (48.) 0-2 Albert Brynjar Ingason (53.) 1-2 Guðmundur Benediktsson (56.) 2-2 Björgólfur Takefusa (víti 75.) 2-3 Ingimundur Níels Óskarsson (79.) 2-4 Ingimundur Níels Óskarsson (90.) KR-völlur. Áhorfendur: 1.906 Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr. 7 Skot (á mark): 12-11 (5-5) Varin skot: Hansen 1 - Ólafur 1 Hornspyrnur: 7-4 Rangstöður: 1-1 Aukaspyrnur fengnar: 13-12KR 4-4-2Andre Hansen 5 Skúli Jón Friðgeirsson 6 Mark Rutgers 3 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 5 Jordao Diogo 4 Gunnar Örn Jónsson 6 (76. Gunnar Kristjánsson -) Baldur Sigurðsson 3 Bjarni Guðjónsson 5 Atli Jóhannsson 4 (59. Óskar Örn Hauksson 4) Guðmundur Benediktsson 8 Björgólfur Takefusa 7Fylkir 4-5-1 Ólafur Þór Gunnarsson 7 Andrés Már Jóhannesson 7 Einar Pétursson 8 (81. Halldór Hilmisson -) Kristján Valdimarsson 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 7 Valur Fannar Gíslason 6Ingimundur Níels Óskarsson 8* - Maður leiksins Ásgeir Börkur Ásgeirsson 7 Ólafur Ingi Stígsson 8 Theodór Óskarsson 4 (66. Pape Faye 6) Albert Brynjar Ingason 6 (71. Jóhann Þórhallsson -) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá lýsinguna þarf að smella hér: KR - Fylkir Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Óli Þórðar: KR-ingar sofandi í byrjun seinni hálfleiks Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, var í besta skapi eftir sigur hans manna á KR í kvöld. „Ég er gríðarlega sáttur, það eru ekki mörg lið sem koma hingað og setja fjögur mörk og ná í þrjú stig," sagði Ólafur. 17. ágúst 2009 21:46 Gummi Ben: Varnarleikurinn til skammar Guðmundur Benediktsson, sóknarmaður KR, segir að Fylkir hafi átt stigin þrjú skilin í kvöld. Árbæingar unnu 4-2 sigur í Vesturbænum eftir markalausan fyrri hálfleik. 17. ágúst 2009 21:54 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Fylkismenn gerðu góða ferð í Vesturbæinn í kvöld og unnu hreint frábæran sigur á KR-ingum 4-2. Markalaust var í hálfleik en sex mörk voru á boðstólnum í seinni hálfleik. KR-ingar spiluðu betur í fyrri hálfleiknum en náðu ekki að finna leið framhjá Ólafi Þór Gunnarssyni í marki Fylkis. Baldur Sigurðsson fékk tvö dauðafæri sem ekki nýttust og þá bjargaði Einar Pétursson, varnarmaður Fylkis, á línu eftir skot Atla Jóhannssonar. Seinni hálfleikurinn byrjaði fjörlega og Fylkir náði forystunni þegar Albert Brynjar Ingason átti sendingu fyrir en Mark Rutgers, varnarmaður KR, setti boltann í eigið mark. Virkilega klaufalegt. KR-ingar voru áttavilltir og fengu síðan annað mark í andlitið stuttu seinna en þá skoraði Albert Brynjar. KR-ingar komu til baka og náðu að jafna í 2-2. Guðmundur Benediktsson skoraði með föstu skoti beint úr aukaspyrnu og svo jafnaði Björgólfur Takefusa úr vítaspyrnu. Vítið var dæmt eftir að togað var í Björgólf í teignum. Fylkismenn mótmæltu harðlega en ákvörðun dómarans að dæma víti var hárrétt. Fylkismönnum þyrsti meira í sigurinn og á 79. mínútu lagði Jóhann Þórhallsson upp mark fyrir Ingimund Níels Óskarsson, fyrrum leikmann KR. Það kom mörgum á óvart þegar KR ákváðu að sleppa Ingimundi í Fylki og sveið mörgum sárt að sjá hann ganga frá leiknum í kvöld. Hann skoraði síðan sjötta og síðasta mark leiksins eftir sendingu Halldórs Hilmissonar á lokamínútunni. Glæsilegur sigur Fylkis en liðið lék eins og það hefur gert í nánast allt sumar, af miklum krafti og ótrúlegri baráttugleði. Með þessum sigri komst liðið upp í annað sæti deildarinnar en ýttu KR-ingum sæti neðar. KR - Fylkir 2-4 0-1 Sjálfsmark (48.) 0-2 Albert Brynjar Ingason (53.) 1-2 Guðmundur Benediktsson (56.) 2-2 Björgólfur Takefusa (víti 75.) 2-3 Ingimundur Níels Óskarsson (79.) 2-4 Ingimundur Níels Óskarsson (90.) KR-völlur. Áhorfendur: 1.906 Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr. 7 Skot (á mark): 12-11 (5-5) Varin skot: Hansen 1 - Ólafur 1 Hornspyrnur: 7-4 Rangstöður: 1-1 Aukaspyrnur fengnar: 13-12KR 4-4-2Andre Hansen 5 Skúli Jón Friðgeirsson 6 Mark Rutgers 3 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 5 Jordao Diogo 4 Gunnar Örn Jónsson 6 (76. Gunnar Kristjánsson -) Baldur Sigurðsson 3 Bjarni Guðjónsson 5 Atli Jóhannsson 4 (59. Óskar Örn Hauksson 4) Guðmundur Benediktsson 8 Björgólfur Takefusa 7Fylkir 4-5-1 Ólafur Þór Gunnarsson 7 Andrés Már Jóhannesson 7 Einar Pétursson 8 (81. Halldór Hilmisson -) Kristján Valdimarsson 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 7 Valur Fannar Gíslason 6Ingimundur Níels Óskarsson 8* - Maður leiksins Ásgeir Börkur Ásgeirsson 7 Ólafur Ingi Stígsson 8 Theodór Óskarsson 4 (66. Pape Faye 6) Albert Brynjar Ingason 6 (71. Jóhann Þórhallsson -) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá lýsinguna þarf að smella hér: KR - Fylkir
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Óli Þórðar: KR-ingar sofandi í byrjun seinni hálfleiks Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, var í besta skapi eftir sigur hans manna á KR í kvöld. „Ég er gríðarlega sáttur, það eru ekki mörg lið sem koma hingað og setja fjögur mörk og ná í þrjú stig," sagði Ólafur. 17. ágúst 2009 21:46 Gummi Ben: Varnarleikurinn til skammar Guðmundur Benediktsson, sóknarmaður KR, segir að Fylkir hafi átt stigin þrjú skilin í kvöld. Árbæingar unnu 4-2 sigur í Vesturbænum eftir markalausan fyrri hálfleik. 17. ágúst 2009 21:54 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Óli Þórðar: KR-ingar sofandi í byrjun seinni hálfleiks Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, var í besta skapi eftir sigur hans manna á KR í kvöld. „Ég er gríðarlega sáttur, það eru ekki mörg lið sem koma hingað og setja fjögur mörk og ná í þrjú stig," sagði Ólafur. 17. ágúst 2009 21:46
Gummi Ben: Varnarleikurinn til skammar Guðmundur Benediktsson, sóknarmaður KR, segir að Fylkir hafi átt stigin þrjú skilin í kvöld. Árbæingar unnu 4-2 sigur í Vesturbænum eftir markalausan fyrri hálfleik. 17. ágúst 2009 21:54
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti