Umfjöllun: Fylkir í annað sætið eftir sigur á KR Elvar Geir Magnússon skrifar 17. ágúst 2009 16:09 Mynd/Daníel Fylkismenn gerðu góða ferð í Vesturbæinn í kvöld og unnu hreint frábæran sigur á KR-ingum 4-2. Markalaust var í hálfleik en sex mörk voru á boðstólnum í seinni hálfleik. KR-ingar spiluðu betur í fyrri hálfleiknum en náðu ekki að finna leið framhjá Ólafi Þór Gunnarssyni í marki Fylkis. Baldur Sigurðsson fékk tvö dauðafæri sem ekki nýttust og þá bjargaði Einar Pétursson, varnarmaður Fylkis, á línu eftir skot Atla Jóhannssonar. Seinni hálfleikurinn byrjaði fjörlega og Fylkir náði forystunni þegar Albert Brynjar Ingason átti sendingu fyrir en Mark Rutgers, varnarmaður KR, setti boltann í eigið mark. Virkilega klaufalegt. KR-ingar voru áttavilltir og fengu síðan annað mark í andlitið stuttu seinna en þá skoraði Albert Brynjar. KR-ingar komu til baka og náðu að jafna í 2-2. Guðmundur Benediktsson skoraði með föstu skoti beint úr aukaspyrnu og svo jafnaði Björgólfur Takefusa úr vítaspyrnu. Vítið var dæmt eftir að togað var í Björgólf í teignum. Fylkismenn mótmæltu harðlega en ákvörðun dómarans að dæma víti var hárrétt. Fylkismönnum þyrsti meira í sigurinn og á 79. mínútu lagði Jóhann Þórhallsson upp mark fyrir Ingimund Níels Óskarsson, fyrrum leikmann KR. Það kom mörgum á óvart þegar KR ákváðu að sleppa Ingimundi í Fylki og sveið mörgum sárt að sjá hann ganga frá leiknum í kvöld. Hann skoraði síðan sjötta og síðasta mark leiksins eftir sendingu Halldórs Hilmissonar á lokamínútunni. Glæsilegur sigur Fylkis en liðið lék eins og það hefur gert í nánast allt sumar, af miklum krafti og ótrúlegri baráttugleði. Með þessum sigri komst liðið upp í annað sæti deildarinnar en ýttu KR-ingum sæti neðar. KR - Fylkir 2-4 0-1 Sjálfsmark (48.) 0-2 Albert Brynjar Ingason (53.) 1-2 Guðmundur Benediktsson (56.) 2-2 Björgólfur Takefusa (víti 75.) 2-3 Ingimundur Níels Óskarsson (79.) 2-4 Ingimundur Níels Óskarsson (90.) KR-völlur. Áhorfendur: 1.906 Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr. 7 Skot (á mark): 12-11 (5-5) Varin skot: Hansen 1 - Ólafur 1 Hornspyrnur: 7-4 Rangstöður: 1-1 Aukaspyrnur fengnar: 13-12KR 4-4-2Andre Hansen 5 Skúli Jón Friðgeirsson 6 Mark Rutgers 3 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 5 Jordao Diogo 4 Gunnar Örn Jónsson 6 (76. Gunnar Kristjánsson -) Baldur Sigurðsson 3 Bjarni Guðjónsson 5 Atli Jóhannsson 4 (59. Óskar Örn Hauksson 4) Guðmundur Benediktsson 8 Björgólfur Takefusa 7Fylkir 4-5-1 Ólafur Þór Gunnarsson 7 Andrés Már Jóhannesson 7 Einar Pétursson 8 (81. Halldór Hilmisson -) Kristján Valdimarsson 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 7 Valur Fannar Gíslason 6Ingimundur Níels Óskarsson 8* - Maður leiksins Ásgeir Börkur Ásgeirsson 7 Ólafur Ingi Stígsson 8 Theodór Óskarsson 4 (66. Pape Faye 6) Albert Brynjar Ingason 6 (71. Jóhann Þórhallsson -) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá lýsinguna þarf að smella hér: KR - Fylkir Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Óli Þórðar: KR-ingar sofandi í byrjun seinni hálfleiks Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, var í besta skapi eftir sigur hans manna á KR í kvöld. „Ég er gríðarlega sáttur, það eru ekki mörg lið sem koma hingað og setja fjögur mörk og ná í þrjú stig," sagði Ólafur. 17. ágúst 2009 21:46 Gummi Ben: Varnarleikurinn til skammar Guðmundur Benediktsson, sóknarmaður KR, segir að Fylkir hafi átt stigin þrjú skilin í kvöld. Árbæingar unnu 4-2 sigur í Vesturbænum eftir markalausan fyrri hálfleik. 17. ágúst 2009 21:54 Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Sjá meira
Fylkismenn gerðu góða ferð í Vesturbæinn í kvöld og unnu hreint frábæran sigur á KR-ingum 4-2. Markalaust var í hálfleik en sex mörk voru á boðstólnum í seinni hálfleik. KR-ingar spiluðu betur í fyrri hálfleiknum en náðu ekki að finna leið framhjá Ólafi Þór Gunnarssyni í marki Fylkis. Baldur Sigurðsson fékk tvö dauðafæri sem ekki nýttust og þá bjargaði Einar Pétursson, varnarmaður Fylkis, á línu eftir skot Atla Jóhannssonar. Seinni hálfleikurinn byrjaði fjörlega og Fylkir náði forystunni þegar Albert Brynjar Ingason átti sendingu fyrir en Mark Rutgers, varnarmaður KR, setti boltann í eigið mark. Virkilega klaufalegt. KR-ingar voru áttavilltir og fengu síðan annað mark í andlitið stuttu seinna en þá skoraði Albert Brynjar. KR-ingar komu til baka og náðu að jafna í 2-2. Guðmundur Benediktsson skoraði með föstu skoti beint úr aukaspyrnu og svo jafnaði Björgólfur Takefusa úr vítaspyrnu. Vítið var dæmt eftir að togað var í Björgólf í teignum. Fylkismenn mótmæltu harðlega en ákvörðun dómarans að dæma víti var hárrétt. Fylkismönnum þyrsti meira í sigurinn og á 79. mínútu lagði Jóhann Þórhallsson upp mark fyrir Ingimund Níels Óskarsson, fyrrum leikmann KR. Það kom mörgum á óvart þegar KR ákváðu að sleppa Ingimundi í Fylki og sveið mörgum sárt að sjá hann ganga frá leiknum í kvöld. Hann skoraði síðan sjötta og síðasta mark leiksins eftir sendingu Halldórs Hilmissonar á lokamínútunni. Glæsilegur sigur Fylkis en liðið lék eins og það hefur gert í nánast allt sumar, af miklum krafti og ótrúlegri baráttugleði. Með þessum sigri komst liðið upp í annað sæti deildarinnar en ýttu KR-ingum sæti neðar. KR - Fylkir 2-4 0-1 Sjálfsmark (48.) 0-2 Albert Brynjar Ingason (53.) 1-2 Guðmundur Benediktsson (56.) 2-2 Björgólfur Takefusa (víti 75.) 2-3 Ingimundur Níels Óskarsson (79.) 2-4 Ingimundur Níels Óskarsson (90.) KR-völlur. Áhorfendur: 1.906 Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr. 7 Skot (á mark): 12-11 (5-5) Varin skot: Hansen 1 - Ólafur 1 Hornspyrnur: 7-4 Rangstöður: 1-1 Aukaspyrnur fengnar: 13-12KR 4-4-2Andre Hansen 5 Skúli Jón Friðgeirsson 6 Mark Rutgers 3 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 5 Jordao Diogo 4 Gunnar Örn Jónsson 6 (76. Gunnar Kristjánsson -) Baldur Sigurðsson 3 Bjarni Guðjónsson 5 Atli Jóhannsson 4 (59. Óskar Örn Hauksson 4) Guðmundur Benediktsson 8 Björgólfur Takefusa 7Fylkir 4-5-1 Ólafur Þór Gunnarsson 7 Andrés Már Jóhannesson 7 Einar Pétursson 8 (81. Halldór Hilmisson -) Kristján Valdimarsson 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 7 Valur Fannar Gíslason 6Ingimundur Níels Óskarsson 8* - Maður leiksins Ásgeir Börkur Ásgeirsson 7 Ólafur Ingi Stígsson 8 Theodór Óskarsson 4 (66. Pape Faye 6) Albert Brynjar Ingason 6 (71. Jóhann Þórhallsson -) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá lýsinguna þarf að smella hér: KR - Fylkir
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Óli Þórðar: KR-ingar sofandi í byrjun seinni hálfleiks Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, var í besta skapi eftir sigur hans manna á KR í kvöld. „Ég er gríðarlega sáttur, það eru ekki mörg lið sem koma hingað og setja fjögur mörk og ná í þrjú stig," sagði Ólafur. 17. ágúst 2009 21:46 Gummi Ben: Varnarleikurinn til skammar Guðmundur Benediktsson, sóknarmaður KR, segir að Fylkir hafi átt stigin þrjú skilin í kvöld. Árbæingar unnu 4-2 sigur í Vesturbænum eftir markalausan fyrri hálfleik. 17. ágúst 2009 21:54 Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Sjá meira
Óli Þórðar: KR-ingar sofandi í byrjun seinni hálfleiks Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, var í besta skapi eftir sigur hans manna á KR í kvöld. „Ég er gríðarlega sáttur, það eru ekki mörg lið sem koma hingað og setja fjögur mörk og ná í þrjú stig," sagði Ólafur. 17. ágúst 2009 21:46
Gummi Ben: Varnarleikurinn til skammar Guðmundur Benediktsson, sóknarmaður KR, segir að Fylkir hafi átt stigin þrjú skilin í kvöld. Árbæingar unnu 4-2 sigur í Vesturbænum eftir markalausan fyrri hálfleik. 17. ágúst 2009 21:54
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti