Umfjöllun: Fylkir í annað sætið eftir sigur á KR Elvar Geir Magnússon skrifar 17. ágúst 2009 16:09 Mynd/Daníel Fylkismenn gerðu góða ferð í Vesturbæinn í kvöld og unnu hreint frábæran sigur á KR-ingum 4-2. Markalaust var í hálfleik en sex mörk voru á boðstólnum í seinni hálfleik. KR-ingar spiluðu betur í fyrri hálfleiknum en náðu ekki að finna leið framhjá Ólafi Þór Gunnarssyni í marki Fylkis. Baldur Sigurðsson fékk tvö dauðafæri sem ekki nýttust og þá bjargaði Einar Pétursson, varnarmaður Fylkis, á línu eftir skot Atla Jóhannssonar. Seinni hálfleikurinn byrjaði fjörlega og Fylkir náði forystunni þegar Albert Brynjar Ingason átti sendingu fyrir en Mark Rutgers, varnarmaður KR, setti boltann í eigið mark. Virkilega klaufalegt. KR-ingar voru áttavilltir og fengu síðan annað mark í andlitið stuttu seinna en þá skoraði Albert Brynjar. KR-ingar komu til baka og náðu að jafna í 2-2. Guðmundur Benediktsson skoraði með föstu skoti beint úr aukaspyrnu og svo jafnaði Björgólfur Takefusa úr vítaspyrnu. Vítið var dæmt eftir að togað var í Björgólf í teignum. Fylkismenn mótmæltu harðlega en ákvörðun dómarans að dæma víti var hárrétt. Fylkismönnum þyrsti meira í sigurinn og á 79. mínútu lagði Jóhann Þórhallsson upp mark fyrir Ingimund Níels Óskarsson, fyrrum leikmann KR. Það kom mörgum á óvart þegar KR ákváðu að sleppa Ingimundi í Fylki og sveið mörgum sárt að sjá hann ganga frá leiknum í kvöld. Hann skoraði síðan sjötta og síðasta mark leiksins eftir sendingu Halldórs Hilmissonar á lokamínútunni. Glæsilegur sigur Fylkis en liðið lék eins og það hefur gert í nánast allt sumar, af miklum krafti og ótrúlegri baráttugleði. Með þessum sigri komst liðið upp í annað sæti deildarinnar en ýttu KR-ingum sæti neðar. KR - Fylkir 2-4 0-1 Sjálfsmark (48.) 0-2 Albert Brynjar Ingason (53.) 1-2 Guðmundur Benediktsson (56.) 2-2 Björgólfur Takefusa (víti 75.) 2-3 Ingimundur Níels Óskarsson (79.) 2-4 Ingimundur Níels Óskarsson (90.) KR-völlur. Áhorfendur: 1.906 Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr. 7 Skot (á mark): 12-11 (5-5) Varin skot: Hansen 1 - Ólafur 1 Hornspyrnur: 7-4 Rangstöður: 1-1 Aukaspyrnur fengnar: 13-12KR 4-4-2Andre Hansen 5 Skúli Jón Friðgeirsson 6 Mark Rutgers 3 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 5 Jordao Diogo 4 Gunnar Örn Jónsson 6 (76. Gunnar Kristjánsson -) Baldur Sigurðsson 3 Bjarni Guðjónsson 5 Atli Jóhannsson 4 (59. Óskar Örn Hauksson 4) Guðmundur Benediktsson 8 Björgólfur Takefusa 7Fylkir 4-5-1 Ólafur Þór Gunnarsson 7 Andrés Már Jóhannesson 7 Einar Pétursson 8 (81. Halldór Hilmisson -) Kristján Valdimarsson 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 7 Valur Fannar Gíslason 6Ingimundur Níels Óskarsson 8* - Maður leiksins Ásgeir Börkur Ásgeirsson 7 Ólafur Ingi Stígsson 8 Theodór Óskarsson 4 (66. Pape Faye 6) Albert Brynjar Ingason 6 (71. Jóhann Þórhallsson -) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá lýsinguna þarf að smella hér: KR - Fylkir Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Óli Þórðar: KR-ingar sofandi í byrjun seinni hálfleiks Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, var í besta skapi eftir sigur hans manna á KR í kvöld. „Ég er gríðarlega sáttur, það eru ekki mörg lið sem koma hingað og setja fjögur mörk og ná í þrjú stig," sagði Ólafur. 17. ágúst 2009 21:46 Gummi Ben: Varnarleikurinn til skammar Guðmundur Benediktsson, sóknarmaður KR, segir að Fylkir hafi átt stigin þrjú skilin í kvöld. Árbæingar unnu 4-2 sigur í Vesturbænum eftir markalausan fyrri hálfleik. 17. ágúst 2009 21:54 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira
Fylkismenn gerðu góða ferð í Vesturbæinn í kvöld og unnu hreint frábæran sigur á KR-ingum 4-2. Markalaust var í hálfleik en sex mörk voru á boðstólnum í seinni hálfleik. KR-ingar spiluðu betur í fyrri hálfleiknum en náðu ekki að finna leið framhjá Ólafi Þór Gunnarssyni í marki Fylkis. Baldur Sigurðsson fékk tvö dauðafæri sem ekki nýttust og þá bjargaði Einar Pétursson, varnarmaður Fylkis, á línu eftir skot Atla Jóhannssonar. Seinni hálfleikurinn byrjaði fjörlega og Fylkir náði forystunni þegar Albert Brynjar Ingason átti sendingu fyrir en Mark Rutgers, varnarmaður KR, setti boltann í eigið mark. Virkilega klaufalegt. KR-ingar voru áttavilltir og fengu síðan annað mark í andlitið stuttu seinna en þá skoraði Albert Brynjar. KR-ingar komu til baka og náðu að jafna í 2-2. Guðmundur Benediktsson skoraði með föstu skoti beint úr aukaspyrnu og svo jafnaði Björgólfur Takefusa úr vítaspyrnu. Vítið var dæmt eftir að togað var í Björgólf í teignum. Fylkismenn mótmæltu harðlega en ákvörðun dómarans að dæma víti var hárrétt. Fylkismönnum þyrsti meira í sigurinn og á 79. mínútu lagði Jóhann Þórhallsson upp mark fyrir Ingimund Níels Óskarsson, fyrrum leikmann KR. Það kom mörgum á óvart þegar KR ákváðu að sleppa Ingimundi í Fylki og sveið mörgum sárt að sjá hann ganga frá leiknum í kvöld. Hann skoraði síðan sjötta og síðasta mark leiksins eftir sendingu Halldórs Hilmissonar á lokamínútunni. Glæsilegur sigur Fylkis en liðið lék eins og það hefur gert í nánast allt sumar, af miklum krafti og ótrúlegri baráttugleði. Með þessum sigri komst liðið upp í annað sæti deildarinnar en ýttu KR-ingum sæti neðar. KR - Fylkir 2-4 0-1 Sjálfsmark (48.) 0-2 Albert Brynjar Ingason (53.) 1-2 Guðmundur Benediktsson (56.) 2-2 Björgólfur Takefusa (víti 75.) 2-3 Ingimundur Níels Óskarsson (79.) 2-4 Ingimundur Níels Óskarsson (90.) KR-völlur. Áhorfendur: 1.906 Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr. 7 Skot (á mark): 12-11 (5-5) Varin skot: Hansen 1 - Ólafur 1 Hornspyrnur: 7-4 Rangstöður: 1-1 Aukaspyrnur fengnar: 13-12KR 4-4-2Andre Hansen 5 Skúli Jón Friðgeirsson 6 Mark Rutgers 3 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 5 Jordao Diogo 4 Gunnar Örn Jónsson 6 (76. Gunnar Kristjánsson -) Baldur Sigurðsson 3 Bjarni Guðjónsson 5 Atli Jóhannsson 4 (59. Óskar Örn Hauksson 4) Guðmundur Benediktsson 8 Björgólfur Takefusa 7Fylkir 4-5-1 Ólafur Þór Gunnarsson 7 Andrés Már Jóhannesson 7 Einar Pétursson 8 (81. Halldór Hilmisson -) Kristján Valdimarsson 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 7 Valur Fannar Gíslason 6Ingimundur Níels Óskarsson 8* - Maður leiksins Ásgeir Börkur Ásgeirsson 7 Ólafur Ingi Stígsson 8 Theodór Óskarsson 4 (66. Pape Faye 6) Albert Brynjar Ingason 6 (71. Jóhann Þórhallsson -) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá lýsinguna þarf að smella hér: KR - Fylkir
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Óli Þórðar: KR-ingar sofandi í byrjun seinni hálfleiks Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, var í besta skapi eftir sigur hans manna á KR í kvöld. „Ég er gríðarlega sáttur, það eru ekki mörg lið sem koma hingað og setja fjögur mörk og ná í þrjú stig," sagði Ólafur. 17. ágúst 2009 21:46 Gummi Ben: Varnarleikurinn til skammar Guðmundur Benediktsson, sóknarmaður KR, segir að Fylkir hafi átt stigin þrjú skilin í kvöld. Árbæingar unnu 4-2 sigur í Vesturbænum eftir markalausan fyrri hálfleik. 17. ágúst 2009 21:54 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira
Óli Þórðar: KR-ingar sofandi í byrjun seinni hálfleiks Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, var í besta skapi eftir sigur hans manna á KR í kvöld. „Ég er gríðarlega sáttur, það eru ekki mörg lið sem koma hingað og setja fjögur mörk og ná í þrjú stig," sagði Ólafur. 17. ágúst 2009 21:46
Gummi Ben: Varnarleikurinn til skammar Guðmundur Benediktsson, sóknarmaður KR, segir að Fylkir hafi átt stigin þrjú skilin í kvöld. Árbæingar unnu 4-2 sigur í Vesturbænum eftir markalausan fyrri hálfleik. 17. ágúst 2009 21:54