Hinir handteknu fluttir á lögreglustöðina 20. janúar 2009 15:37 Mótmælendurnir sem voru handteknir í alþingisgarðinum fyrr í dag voru fluttir inn í þinghúsið og þaðan í lögreglubíla í bílakjallara sem er undir Alþingishúsinu. Pattstaða hefur verið í garðinum þar sem mótmælendur hafa neitað að fara þaðan og lögregla hafði því ekki getað komið hinum handteknu á brott. Þeir hafa nú verið fluttir á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Þegar lögregla ætlaði að keyra út með þá handteknu fjölmenntu mótmælendur fyrir hlið bílakjallarans svo lögreglubíllinn komst ekki út. Mótmælendur bæði fyrir innan og utan bílakjallarann æptu slagorðið „Vanhæf ríkisstjórn". Mótmælendurnir sem stóðu fyrir utan hliðið reyndu síðan að taka niður öryggismyndavél sem þar var og beitti lögreglan þá piparúða á hópinn. Um hundrað lögreglumenn voru í garðinum og þegar mótmælendum varð ljóst að verið væri að færa hina handteknu inn í þinghúsið færðist aukin harka í leikinn sem endaði með því að þrír til viðbótar voru handteknir. Lögregla beitti piparúða á mótmælendurna eins og hún hefur gert ítrekað í dag. Tengdar fréttir Óttast mótmæli við landsfund Sjálfstæðisflokksins Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, telur líklegt að mótmælendur muni reyna að trufla landsfund flokksins sem haldinn verður í lok mánaðarins. Hún biður fólk um að beita ekki ofbeldi. Þetta sagði Þorgerður í viðtali við Rás 2 fyrir stundu sem sent var beint úr Alþingishúsinu. 20. janúar 2009 14:31 Pattstaða í Alþingisgarðinum Fólki hefur fjölgað á ný fyrir aftan Alþingishúsið og er lögregla að reyna að tæma garðinn. Um tíu manns sem hafa verið handteknir eru í einu horni garðsins og virðist sem lögregla sé að reyna að tæma garðinn til þess að koma þeim handteknu á brott. Að sögn fréttamanns sem er á staðnum er allt á suðupunkti í garðinum og hefur piparýða verið beitt nokkrum sinnum. 20. janúar 2009 14:41 Sérsveitarmenn við þinghúsið Lögreglan er með mikinn viðbúnað fyrir framan Alþingishúsið og hefur fjöldi sérsveitarmanna með hjálma, skyldi og kylfur verið kallaðir til. Mótmælendur framkalla mikinn hávaða, berja glugga þinghússin að utan, snjóboltum hefur verið kastað í þinghúsið og þá heyrast vörubíla þeyta flautur í útsendingu frá þingfundi sem hófst núna klukkan hálf tvö. 20. janúar 2009 13:34 Mótmælt á Austurvelli í dag Raddir fólksins boða til friðsamlegrar mótmælastöðu á Austurvelli í dag klukkan 13 þegar Alþingi kemur saman að nýju eftir jólaleyfi. 20. janúar 2009 06:45 Piparúða beitt á mótmælendur - tíu í handjárnum Lögreglan hefur hafist handa við að rýma Alþingisgarðinn þar sem hópur mótmælenda hafði komið sér fyrir. Að sögn fréttamanns á staðnum hefur táragasi verið beitt til þess að koma fólkinu í burtu. Þingfundur stendur enn yfir í Alþingishúsinu þrátt fyrir að lúðraþytur og köll heyrist gjörla í sjónvarpsútsendingu frá fundinum. 20. janúar 2009 13:59 Kröftug mótmæli við Alþingishúsið Rúmlega þúsund manns eru nú á Austurvelli þar sem boðað hefur verið til mótmæla þegar þingfundur hefst á ný eftir jólafrí. Lögregla strengdi borða fyrir framan húsið og upphófust stimpingar á milli lögreglu og mótmælenda sem vildu fara inn fyrir borðann. Hópur fólks hefur einnig komið sér fyrir í Alþingisgarðinum. 20. janúar 2009 12:58 Hlé gert á fundi Alþingis - formenn funda með Sturlu Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, ákvað rétt í þessu að gera hlé á fundi Alþingis sem hafði staðið í rúma klukkustund. Fundi verður framhaldið klukkan 15:13. 20. janúar 2009 14:54 „Snautleg byrjun á þinghaldinu" Þingmenn stjórnarandstöðu lýstu yfir óánægju með störf þingsins við upphaf Alþingis í dag. Þingmennirnir sögðust undrast mjög að ástandið í þjóðfélaginu skyldi ekki rætt við upphaf fundar og farið væri yfir stöðu mála og framtíðarhorfur. 20. janúar 2009 13:48 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Mótmælendurnir sem voru handteknir í alþingisgarðinum fyrr í dag voru fluttir inn í þinghúsið og þaðan í lögreglubíla í bílakjallara sem er undir Alþingishúsinu. Pattstaða hefur verið í garðinum þar sem mótmælendur hafa neitað að fara þaðan og lögregla hafði því ekki getað komið hinum handteknu á brott. Þeir hafa nú verið fluttir á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Þegar lögregla ætlaði að keyra út með þá handteknu fjölmenntu mótmælendur fyrir hlið bílakjallarans svo lögreglubíllinn komst ekki út. Mótmælendur bæði fyrir innan og utan bílakjallarann æptu slagorðið „Vanhæf ríkisstjórn". Mótmælendurnir sem stóðu fyrir utan hliðið reyndu síðan að taka niður öryggismyndavél sem þar var og beitti lögreglan þá piparúða á hópinn. Um hundrað lögreglumenn voru í garðinum og þegar mótmælendum varð ljóst að verið væri að færa hina handteknu inn í þinghúsið færðist aukin harka í leikinn sem endaði með því að þrír til viðbótar voru handteknir. Lögregla beitti piparúða á mótmælendurna eins og hún hefur gert ítrekað í dag.
Tengdar fréttir Óttast mótmæli við landsfund Sjálfstæðisflokksins Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, telur líklegt að mótmælendur muni reyna að trufla landsfund flokksins sem haldinn verður í lok mánaðarins. Hún biður fólk um að beita ekki ofbeldi. Þetta sagði Þorgerður í viðtali við Rás 2 fyrir stundu sem sent var beint úr Alþingishúsinu. 20. janúar 2009 14:31 Pattstaða í Alþingisgarðinum Fólki hefur fjölgað á ný fyrir aftan Alþingishúsið og er lögregla að reyna að tæma garðinn. Um tíu manns sem hafa verið handteknir eru í einu horni garðsins og virðist sem lögregla sé að reyna að tæma garðinn til þess að koma þeim handteknu á brott. Að sögn fréttamanns sem er á staðnum er allt á suðupunkti í garðinum og hefur piparýða verið beitt nokkrum sinnum. 20. janúar 2009 14:41 Sérsveitarmenn við þinghúsið Lögreglan er með mikinn viðbúnað fyrir framan Alþingishúsið og hefur fjöldi sérsveitarmanna með hjálma, skyldi og kylfur verið kallaðir til. Mótmælendur framkalla mikinn hávaða, berja glugga þinghússin að utan, snjóboltum hefur verið kastað í þinghúsið og þá heyrast vörubíla þeyta flautur í útsendingu frá þingfundi sem hófst núna klukkan hálf tvö. 20. janúar 2009 13:34 Mótmælt á Austurvelli í dag Raddir fólksins boða til friðsamlegrar mótmælastöðu á Austurvelli í dag klukkan 13 þegar Alþingi kemur saman að nýju eftir jólaleyfi. 20. janúar 2009 06:45 Piparúða beitt á mótmælendur - tíu í handjárnum Lögreglan hefur hafist handa við að rýma Alþingisgarðinn þar sem hópur mótmælenda hafði komið sér fyrir. Að sögn fréttamanns á staðnum hefur táragasi verið beitt til þess að koma fólkinu í burtu. Þingfundur stendur enn yfir í Alþingishúsinu þrátt fyrir að lúðraþytur og köll heyrist gjörla í sjónvarpsútsendingu frá fundinum. 20. janúar 2009 13:59 Kröftug mótmæli við Alþingishúsið Rúmlega þúsund manns eru nú á Austurvelli þar sem boðað hefur verið til mótmæla þegar þingfundur hefst á ný eftir jólafrí. Lögregla strengdi borða fyrir framan húsið og upphófust stimpingar á milli lögreglu og mótmælenda sem vildu fara inn fyrir borðann. Hópur fólks hefur einnig komið sér fyrir í Alþingisgarðinum. 20. janúar 2009 12:58 Hlé gert á fundi Alþingis - formenn funda með Sturlu Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, ákvað rétt í þessu að gera hlé á fundi Alþingis sem hafði staðið í rúma klukkustund. Fundi verður framhaldið klukkan 15:13. 20. janúar 2009 14:54 „Snautleg byrjun á þinghaldinu" Þingmenn stjórnarandstöðu lýstu yfir óánægju með störf þingsins við upphaf Alþingis í dag. Þingmennirnir sögðust undrast mjög að ástandið í þjóðfélaginu skyldi ekki rætt við upphaf fundar og farið væri yfir stöðu mála og framtíðarhorfur. 20. janúar 2009 13:48 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Óttast mótmæli við landsfund Sjálfstæðisflokksins Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, telur líklegt að mótmælendur muni reyna að trufla landsfund flokksins sem haldinn verður í lok mánaðarins. Hún biður fólk um að beita ekki ofbeldi. Þetta sagði Þorgerður í viðtali við Rás 2 fyrir stundu sem sent var beint úr Alþingishúsinu. 20. janúar 2009 14:31
Pattstaða í Alþingisgarðinum Fólki hefur fjölgað á ný fyrir aftan Alþingishúsið og er lögregla að reyna að tæma garðinn. Um tíu manns sem hafa verið handteknir eru í einu horni garðsins og virðist sem lögregla sé að reyna að tæma garðinn til þess að koma þeim handteknu á brott. Að sögn fréttamanns sem er á staðnum er allt á suðupunkti í garðinum og hefur piparýða verið beitt nokkrum sinnum. 20. janúar 2009 14:41
Sérsveitarmenn við þinghúsið Lögreglan er með mikinn viðbúnað fyrir framan Alþingishúsið og hefur fjöldi sérsveitarmanna með hjálma, skyldi og kylfur verið kallaðir til. Mótmælendur framkalla mikinn hávaða, berja glugga þinghússin að utan, snjóboltum hefur verið kastað í þinghúsið og þá heyrast vörubíla þeyta flautur í útsendingu frá þingfundi sem hófst núna klukkan hálf tvö. 20. janúar 2009 13:34
Mótmælt á Austurvelli í dag Raddir fólksins boða til friðsamlegrar mótmælastöðu á Austurvelli í dag klukkan 13 þegar Alþingi kemur saman að nýju eftir jólaleyfi. 20. janúar 2009 06:45
Piparúða beitt á mótmælendur - tíu í handjárnum Lögreglan hefur hafist handa við að rýma Alþingisgarðinn þar sem hópur mótmælenda hafði komið sér fyrir. Að sögn fréttamanns á staðnum hefur táragasi verið beitt til þess að koma fólkinu í burtu. Þingfundur stendur enn yfir í Alþingishúsinu þrátt fyrir að lúðraþytur og köll heyrist gjörla í sjónvarpsútsendingu frá fundinum. 20. janúar 2009 13:59
Kröftug mótmæli við Alþingishúsið Rúmlega þúsund manns eru nú á Austurvelli þar sem boðað hefur verið til mótmæla þegar þingfundur hefst á ný eftir jólafrí. Lögregla strengdi borða fyrir framan húsið og upphófust stimpingar á milli lögreglu og mótmælenda sem vildu fara inn fyrir borðann. Hópur fólks hefur einnig komið sér fyrir í Alþingisgarðinum. 20. janúar 2009 12:58
Hlé gert á fundi Alþingis - formenn funda með Sturlu Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, ákvað rétt í þessu að gera hlé á fundi Alþingis sem hafði staðið í rúma klukkustund. Fundi verður framhaldið klukkan 15:13. 20. janúar 2009 14:54
„Snautleg byrjun á þinghaldinu" Þingmenn stjórnarandstöðu lýstu yfir óánægju með störf þingsins við upphaf Alþingis í dag. Þingmennirnir sögðust undrast mjög að ástandið í þjóðfélaginu skyldi ekki rætt við upphaf fundar og farið væri yfir stöðu mála og framtíðarhorfur. 20. janúar 2009 13:48