Holland og England enn með fullt hús stiga Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. júní 2009 21:05 Dirk Kuyt og Arjen Robben fagna marki þess síðarnefnda í kvöld. Nordic Photos / AFP Átta leikir fóru fram í dag í undankeppni HM 2010 og bar þar helst til tíðinda að bæði Holland og Noregur eru enn með fullt hús stiga í sínum riðlum. Holland vann í kvöld 2-0 sigur á Noregi í íslenska riðli undankeppninnar. Holland tryggði sér sæti á HM í Suður-Afríku með sigri á Íslandi um helgina en gáfu ekkert eftir í kvöld gegn Norðmönnum. Andre Oojer kom Hollendingum yfir á 32. mínútu og Arjen Robben bætti öðru marki við á 50. mínútu. Norðmenn eru því enn í neðsta sæti riðilsins með þrjú stig eftir fimm leiki. Holland hefur þó unnið alla sjö leiki sína í riðlinum og er með fjórtán stiga forskot á Skotland og Makedóníu sem koma næst með sjö stig. Makedónía vann Ísland, 2-0, fyrr í kvöld í sama riðli. England er nú komið með annan fótinn á HM eftir 6-0 sigur á Andorra í kvöld. Wayne Rooney kom Englandi yfir á fjórðu mínútu og Frank Lampard bætti við öðru marki á 29. mínútu. Tíu mínútum síðar skoraði Rooney aftur og þannig var staðan í hálfleik. Varamaðurinn Jermain Defoe skoraði næstu tvö mörk leiksins og Peter Crouch innsiglaði svo sigurinn með marki á 80. mínútu. Í sama riðli vann Úkraína 2-1 sigur á Kasakstan og er því með ellefu stig eftir sex leiki, rétt eins og Króatía. Bæði lið geta því enn náð Englendingum að stigum. Andorra og Kasakstan eru þó bæði úr leik, rétt eins og íslenska liðið. Rússar unnu 3-0 sigur á Finnum í 4. riðli keppninnar í kvöld. Kerzhakov skoraði tvívegis fyrir Rússa og Zyryanov einu sinni. Rússar eru nú aðeins einu stigi á eftir Þjóðverjum sem eru á toppi riðilsins með sextán stig eftir sex leiki. Þessi lið mætast í Moskvu í haust þar sem toppsætið verður væntanlega undir. Þá unnu Serbar 2-0 skyldusigur á Færeyingum. Liðið er í efsta sæti 7. riðils með átján stig eftir sjö leiki. Frakkar eru átta stigum á eftir en eiga tvo leiki til góða. Hið sama má segja um Svíþjóð sem vann 4-0 sigur á Möltu. Svíum hefur hins vegar ekki gengið vel í undankeppninni og eru einungis með níu stig eftir sex leiki - rétt eins og Portúgal. Danir eru í efsta sæti með sextán stig og Ungverjar eru með þrettán. Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Átta leikir fóru fram í dag í undankeppni HM 2010 og bar þar helst til tíðinda að bæði Holland og Noregur eru enn með fullt hús stiga í sínum riðlum. Holland vann í kvöld 2-0 sigur á Noregi í íslenska riðli undankeppninnar. Holland tryggði sér sæti á HM í Suður-Afríku með sigri á Íslandi um helgina en gáfu ekkert eftir í kvöld gegn Norðmönnum. Andre Oojer kom Hollendingum yfir á 32. mínútu og Arjen Robben bætti öðru marki við á 50. mínútu. Norðmenn eru því enn í neðsta sæti riðilsins með þrjú stig eftir fimm leiki. Holland hefur þó unnið alla sjö leiki sína í riðlinum og er með fjórtán stiga forskot á Skotland og Makedóníu sem koma næst með sjö stig. Makedónía vann Ísland, 2-0, fyrr í kvöld í sama riðli. England er nú komið með annan fótinn á HM eftir 6-0 sigur á Andorra í kvöld. Wayne Rooney kom Englandi yfir á fjórðu mínútu og Frank Lampard bætti við öðru marki á 29. mínútu. Tíu mínútum síðar skoraði Rooney aftur og þannig var staðan í hálfleik. Varamaðurinn Jermain Defoe skoraði næstu tvö mörk leiksins og Peter Crouch innsiglaði svo sigurinn með marki á 80. mínútu. Í sama riðli vann Úkraína 2-1 sigur á Kasakstan og er því með ellefu stig eftir sex leiki, rétt eins og Króatía. Bæði lið geta því enn náð Englendingum að stigum. Andorra og Kasakstan eru þó bæði úr leik, rétt eins og íslenska liðið. Rússar unnu 3-0 sigur á Finnum í 4. riðli keppninnar í kvöld. Kerzhakov skoraði tvívegis fyrir Rússa og Zyryanov einu sinni. Rússar eru nú aðeins einu stigi á eftir Þjóðverjum sem eru á toppi riðilsins með sextán stig eftir sex leiki. Þessi lið mætast í Moskvu í haust þar sem toppsætið verður væntanlega undir. Þá unnu Serbar 2-0 skyldusigur á Færeyingum. Liðið er í efsta sæti 7. riðils með átján stig eftir sjö leiki. Frakkar eru átta stigum á eftir en eiga tvo leiki til góða. Hið sama má segja um Svíþjóð sem vann 4-0 sigur á Möltu. Svíum hefur hins vegar ekki gengið vel í undankeppninni og eru einungis með níu stig eftir sex leiki - rétt eins og Portúgal. Danir eru í efsta sæti með sextán stig og Ungverjar eru með þrettán.
Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira